Íslandsmót Róbert Darri Íslandsmeistari í 100 m. skeiði

  • 20. júlí 2024
  • Fréttir
Niðurstöður frá fjórða degi Íslandsmóts barna og unglinga

Það vantaði ekki blíðuna á fjórða degi Íslandsmóts barna og unglinga. Fyrst á dagskrá var forkeppni í gæðingakeppni en eftir hádegi hófust B úrslit í fimmgangi unglinga. Elva Rún Jónsdóttir á Pipar frá Ketilsstöðum unnu úrslitin með 6,12 í einkunn og mæta því í A úrslitin á morgun.

B úrslit í fjórgangi í barnaflokki vann Emma Rún Arnardóttir á Tenór frá Litlu-Sandvík og í unglingaflokki var það Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Þyt frá Skáney sem var hlutskörpust. Í slaktaumatölti var það Hrefna Kristín Ómarsdóttir á Hrafnadísi frá Álfhólum sem náði bestum árangri og mætir í A úrslit á morgun og í tölti T1 var það Apríl Björk Þórisdóttir sem sigraði á Lilju frá Kvistum.

Dagurinn endaði síðan á 100 m. skeiði í unglingaflokki og voru þar fljótust Róbert Darri Edwardsson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk með tímann 7,40 sek. Næst á eftir voru þau Dagur Sigurðsson og Tromma frá Skúfslæk á 7,43 sek, fyrrum Íslandsmeistarar í greininni.

Á morgun byrja A úrslit kl. 9:30 en fyrstu úrslit dagsins er fjórgangur í unglingaflokki.

Flugskeið 100m P2 – Unglingaflokkur
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Tími
1 Róbert Darri Edwardsson Krafla frá Syðri-Rauðalæk Geysir 7,40
2 Dagur Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk Geysir 7,43
3 Ragnar Snær Viðarsson Ópall frá Miðási Fákur 7,67
4 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir Embla frá Litlu-Brekku Sprettur 7,77
5 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Þjálfi frá Búð Geysir 7,92
6 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Frekja frá Dýrfinnustöðum Fákur 8,02
7 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Jökull frá Stóru-Ásgeirsá Fákur 8,22
8 Hjördís Halla Þórarinsdóttir Gullbrá frá Lóni Skagfirðingur 8,37
9 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir Höfði frá Bakkakoti Geysir 8,39
10 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Sæla frá Hemlu II Sprettur 8,46
11 Snæfríður Ásta Jónasdóttir Dama frá Varmalandi Sörli 8,48
12 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Þórfinnur frá Skáney Borgfirðingur 8,51
13 Friðrik Snær Friðriksson Skandall frá Hlíðarbergi Jökull 8,64
14 Hilmar Þór Þorgeirsson Gullborg frá Læk Sleipnir 8,69
15 Kristín Karlsdóttir Seifur frá Miklagarði Borgfirðingur 8,73
16 Ragnar Dagur Jóhannsson Heggur frá Hamrahóli Sprettur 8,95
17 Bertha Liv Bergstað Fáfnir frá Syðri-Úlfsstöðum Fákur 9,17
18 Kristín Rut Jónsdóttir Hind frá Dverghamri Sprettur 9,31
19 Bryndís Anna Gunnarsdóttir Djörfung frá Skúfslæk Geysir 9,48
20 Erlín Hrefna Arnarsdóttir Skíma frá Ási 2 Hörður 9,87
21-31 Sandra Björk Hreinsdóttir Tvistur frá Garðshorni Léttir 0,00
21-31 Unnur Rós Ármannsdóttir Næturkráka frá Brjánsstöðum Háfeti 0,00
21-31 Apríl Björk Þórisdóttir Tindur frá Þjórsárbakka Sprettur 0,00
21-31 Sigurbjörg Helgadóttir Hörpurós frá Helgatúni Fákur 0,00
21-31 Róbert Darri Edwardsson Máney frá Kanastöðum Geysir 0,00
21-31 Kolbrún Sif Sindradóttir Gná frá Borgarnesi Sörli 0,00
21-31 Ragnar Snær Viðarsson Stráksi frá Stóra-Hofi Fákur 0,00
21-31 Tara Lovísa Karlsdóttir Depill frá Síðu Hörður 0,00
21-31 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir Gammur frá Efri-Þverá Sprettur 0,00
21-31 Haukur Orri Bergmann Heiðarsson Gosi frá Staðartungu Snæfellingur 0,00
21-31 Gabríela Máney Gunnarsdóttir Gyllir frá Skúfslæk Sleipnir 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar