Þórarinn og Gullbrá sigruðu keppni í gæðingaskeiði meistara

  • 3. júlí 2020
  • Fréttir

Þórarinn og Gullbrá urðu Íslandsmeistarar í 150 metra skeiði í fyrra, myndin er tekinn við það tilefni.

Dagurinn var langur í gær á Reykjavíkurmeistaramóti og lauk honum með gæðingaskeiði meistara. í þeim flokki sásust mörg góð tilþrif enda mikið af frábærum skeiðhrossum og knöpum skráð til leiks.

Það fór svo að Þórarinn Eymundsson og Gullbrá frá Lóni stóðu efst í þessum flokki með 8,10 í einkunn í öðru sæti varð Árni Björn Pálsson á Óliver frá Hólaborg með 8,00 í einkunn, en hann er jafnframt Reykjavíkurmeistari í greininni

Þá var sagt frá því í gærkvöldi hér á vef Eiðfaxa að Elli Sig og Hnikar frá Ytra-Dalsgerði hefðu sigrað örugglega gæðingaskeið í 1.flokki en þeir eru samtals 99 ára. Ölll önnur úrslit gærdagsins má nálgast með því að smella hér.

Reykjavíkurmeistaramótið hefst í dag klukkan 10:00 á tölti ungmenna og deginum lýkur á keppni í 250 og 150 metra skeiði.

föstudagur, 3. júlí 2020
10:00 Tölt T1 ungmennaflokkur
12:25 Hádegishlé
13:05 Tölt T1 meistaraflokkur 1-30
15:35 Kaffihlé
15:50 Tölt T1 meistaraflokkur 31-48
17:20 Tölt T4 barnaflokkur
17:35 Tölt T4 unglingaflokkur
18:05 Tölt T4 1. flokkur
18:25 Tölt T4 meistaraflokkur
19:00 Kvöldmatarhlé
19:45 Skeið 250m & 150m
21:45 Dagskrárlok
Gæðingaskeið PP1
Opinn flokkur – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Þórarinn Eymundsson Gullbrá frá Lóni Skagfirðingur 8,10
2 Árni Björn Pálsson Óliver frá Hólaborg Fákur 8,00
3 Helga Una Björnsdóttir Penni frá Eystra-Fróðholti Þytur 7,92
4 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Sprettur 7,92
5 Sigurður Vignir Matthíasson Léttir frá Eiríksstöðum Fákur 7,83
6 Sigurður Vignir Matthíasson Tindur frá Eylandi Fákur 7,63
7 Hekla Katharína Kristinsdóttir Jarl frá Árbæjarhjáleigu II Geysir 7,58
8 Viðar Ingólfsson Ör frá Mið-Fossum Fákur 7,54
9 Konráð Valur Sveinsson Tangó frá Litla-Garði Fákur 7,50
10 Sigurbjörn Bárðarson Hálfdán frá Oddhóli Fákur 7,46
11 Hulda Gústafsdóttir Skrýtla frá Árbakka Fákur 7,42
12 Jóhann Magnússon Óskastjarna frá Fitjum Þytur 7,42
13 Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3 Sleipnir 7,42
14 Haukur Baldvinsson Sölvi frá Stuðlum Sleipnir 7,33
15 Ásmundur Ernir Snorrason Smári frá Sauðanesi Geysir 7,14
16 Snorri Dal Engill frá Ytri-Bægisá I Sörli 7,04
17 Konráð Valur Sveinsson Laxnes frá Ekru Fákur 7,04
18 Gústaf Ásgeir Hinriksson Mjölnir frá Bessastöðum Fákur 6,92
19 Hanna Rún Ingibergsdóttir Dropi frá Kirkjubæ Sörli 6,88
20 Hinrik Þór Sigurðsson Óðinn frá Silfurmýri Sörli 6,75
21 Viðar Ingólfsson Huginn frá Bergi Fákur 6,63
22 Adolf Snæbjörnsson Árvakur frá Dallandi Sörli 5,92
23 Sigursteinn Sumarliðason Stanley frá Hlemmiskeiði 3 Sleipnir 5,79
24 Larissa Silja Werner Páfi frá Kjarri Sleipnir 5,21
25 Líney María Hjálmarsdóttir Þróttur frá Akrakoti Skagfirðingur 4,92
26 Arnar Bjarki Sigurðarson Ramóna frá Hólshúsum Sleipnir 4,33
27 Hrefna María Ómarsdóttir Alda frá Borgarnesi Fákur 4,25
28 Vigdís Matthíasdóttir Tign frá Fornusöndum Fákur 3,88
29 Líney María Hjálmarsdóttir Nátthrafn frá Varmalæk Skagfirðingur 3,79
30 Þorgils Kári Sigurðsson Snædís frá Kolsholti 3 Sleipnir 3,38
31 Larissa Silja Werner Fálki frá Kjarri Sleipnir 2,79

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar