Tippari vikunnar „Því miður Rósberg, Southampton geta ekki neitt og falla“

  • 21. janúar 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Erlendur Árnason

Þá er komið að tuttugustu og fyrstu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu. Í síðustu umferð var það Þorvaldur Kristjánsson sem var með sex rétta.

Tippari vikunnar er Erlendur Árnason járningamaður og hrossaræktandi á Skíðbakka í Austur-Landeyjum.  Erlendur er stuðningsmaður Liverpool.

 

Spá Erlendar er eftirfarandi:

 

Bournemouth 1-2 Nottingham Forest
Svakalega spennandi leikur sem enginn má missa af, Tippa á sigur á Forest.

Arsenal 3-1 Manchester United
Viðar Ingólfs og félagar slá ekki feilpúst í vetur og vinna deildina. En ManU menn ekki hafa áhyggur þið náið samt 4. sæti.

Crystal Palace 0-3 Newcastle
Öruggur útisigur. Kiddi Bjarni og hinn Newcastle stuðningsmaðurinn vita ekkert hvernig þeir eiga að haga sér vegna þess að þeir eru allt í einu farnir að halda með góðu liði, og komast í Meistaradeild.

Fulham 2-1 Tottenham
Tottenham langar alltaf að verða topplið en ná því ekki. Mitrovic vinnur.

Leeds 0-2 Brentford
Ég hef trú á að Brentford vinni þennan leik, ekki samt eins auðveldlega og gegn Liverpool.

Leicester 0-4 Brighton Hove Albion
Það er ekkert að frétta hjá Brendan, hins vegar eru Brighton í topp formi og rúlla þessu upp og komast í Evrópudeild.

Liverpool 1-1 Chelsea
Hvað er eiginlega að gerast hjá þessum liðum? Bæði nýlega búinn að vinna Meistaradeild og núna allt í rúst. þessi lið ætluðu sér bæði í topp 4 en eru algjörlega í steik og verða örugglega ekki í evrópukeppni á næsta tímabili þó Maggi Ben og Gummi Björgvins segi að þetta sé allt að koma.
Það verður lítið af leikjum fyrir alla þessa topp leikmenn sem þessi lið eiga á næstu leiktíð. Meiðsli og áhugaleysi hrjá leikmenn beggja liða og maður getur ekki annað en sett spurningamerki við hvað er að gerast bak við tjöldin?
Ég ætla samt að vera svo bjartsýnn og segja 1-1 það er svo ömurlega leiðinlegt að tapa.

ManCity 4-0 Wolverhampton
Öruggur sigur. Lang besta liðið í deildini þó þeir séu búnir að hiksta ansi mikið.

Southampton 0-2 Aston Villa
Því miður Rósberg, Southampton geta ekki neitt og falla.

West Ham 1-0 Everton
Þessi lið ætluðu sér eitthvað hærra á þessu tímabili en að berjast í fallbaráttu. Ég held að Gústi Hafsteins verði að bíta í það súra epli og falla þetta árið. Grunar að Moyes vinni og Lampard þurfi að leita sér að nýrri vinnu.

 

 

Staðan:

Sigurður Matthíasson 7 réttir

Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir

Þórarinn Ragnarsson 6 réttir

Guðmundur Björgvinsson 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar