Íslandsmót Viktoria Huld og Elísabet Líf Íslandsmeistarar í Gæðingalist

  • 18. júlí 2024
  • Fréttir

Efstu knapar í barnaflokki

Fyrstu Íslandsmeistarar ársins krýndir

Það voru frábærar sýningar í Gæðingalist á Íslandsmóti barna og unglinga í Mosfellsbæ.
Keppnin fór fram í reiðhöll Harðar og sáust margar góðar sýningar og flott tilþrif á gólfinu í kvöld.

Í barnaflokki sigraði Viktoria Huld Hannesdóttir úr Geysi á Þin frá Enni með einkunnina 6,23. Í unglingaflokki var keppnin nokkuð jöfn en að lokum sigraði Elísabet Líf Sigvaldadóttir úr Geysi á Fenri frá Kvistum með einkunnina 7,13

Keppnin var í beinni útsendingu á Eiðfaxa.is – Eyju.net og á rás Eiðfaxa Tv á Sjónvarpi Símans, en þar verður mótið sýnt alla helgina.

Efstu unglingar


Niðurstöðurnar úr Gæðingalist í unglingaflokki.
1 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Fenrir frá Kvistum 7,13
2 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Ísar frá Skáney 7,10
3 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigð frá Syðri-Gegnishólum 6,87
4 Hjördis Halla Þórarinsdóttir Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,80
5 Helena Rán Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum 6,73
6 Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir Ronja frá Ríp 3 5,07

Efstu knapar í barnaflokki

Niðurstöður í Gæðingalist í barnaflokki
1 Viktoria Huld Hannesdóttir Þinur frá Enni 6,23
2 Elísabet Benediktsdóttir Glanni frá Hofi 5,80
3 Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir Hrafn frá Eylandi 5,63
4 Una Björt Valgarðsdóttir Heljar frá Fákshólum 5,50

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar