Yngri hliðin – Jón Ársæll Bergmann
Yngri hliðin er komin úr jólafríinu og heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Sigurður Steingrímsson var síðastur til svara fyrir jól og skoraði hann á Jón Ársæl Bergmann sem tók að sjálfsögðu áskoruninni. Hér fyrir neðan má finna svör Jóns Ársæls sem og nafn þess sem hann skorar næst að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.
Fullt nafn: Jón Ársæll Bergmann.
Gælunafn: Jón.
Hestamannafélag: Geysir.
Skóli: Hvolsskóli.
Aldur: 15
Stjörnumerki: Meyja.
Samskiptamiðlar: Instagram, Snapchat og Facebook.
Uppáhalds drykkur: Mjólk.
Uppáhalds matur: Nautakjöt.
Uppáhalds matsölustaður: Tokyo sushi.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones.
Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi.
Fyndnasti Íslendingurinn: Þorgils Kári.
Uppáhalds ísbúð: Valdís.
Kringlan eða Smáralind: Hvorugt.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, jarðarber og Þristur.
Þín fyrirmynd: Árni Björn.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Klárlega Siggi Steingríms.
Sætasti sigurinn: Fimmgangur í meistaradeild æskunnar.
Mestu vonbrigðin: Pass.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Kfr.
Uppáhalds lið í enska boltanum: West Ham.
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Brynjar frá Bakkakoti. Einstakur gæðingur.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Mamma
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Matthías Sigurðsson er bráðmyndarlegur.
Uppáhalds hestamaðurinn þinn: Ársæll Jónsson.
Besti knapi frá upphafi: Þorvaldur Árni Þorvaldsson.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Systkinin Brynja og Brynjar frá Bakkakoti og Kraftur frá Eystra fróðholti.
Uppáhalds staður á Íslandi: Foss á Rangárvöllum.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Ensku.
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íþróttum.
Vandræðalegasta augnablik: Veit ekki.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Matthías Sigurðsson til að halda geðheilsu, Ragnar Snæ til þess að fá fréttir og Sigga Steingríms til að vita betur.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er mikið fyrir skotveiði.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Kristján Árni Birgisson.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Pass.
Ég skora á Þorvald Loga Einarsson