Harpa-Sjöfn hæst dæmd – Eygló sló heimsmet

  • 21. ágúst 2020
  • Fréttir

Harpa-Sjöfn mynd: Facebook

Síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal lauk í dag, föstudag. Alls komu 83 hross til dóms og þar af 16 þeirra eingöngu til sköpulagsdóms.

Hæst dæmda hrossið á sýningunni var Harpa-Sjöfn frá Hvolsvelli en hún hlaut fyrir sköpulag 8,70, fyrir hæfileika 8,95 og í aðaleinkunn 8,86. Hún hlaut m.a. 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir háls,herðar og bóga, samræmi, hófa, tölt, brokk, greitt stökk, fegurð í reið og fet. Sýnandi hennar var Bjarni Jónasson, ræktendur hennar eru Ásmundur Þór Þórisson og Helga Friðgeirsdóttir en eigendur eru Bjarni Jónasson og Egger-Meier Anja. Faðir Hörpu-Sjafnar frá Hvolsvelli er Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 og móðir Orka frá Hvolsvelli. Harpa-Sjöfn varð með þessu hæst dæmda hryssa ársins.

Hin fjögurra vetra Eygló frá Þúfum sem er hæst dæmda hryssa ársins í sínum aldursflokki kom aftur til dóms og hækkaði einkunn sína frá því á miðssumarssýningu. Hún hlaut fyrir sköpulag 8,63 en fékk núna 8,56 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,59. Þar af 9,0 fyrir tölt og samstarfsvilja. Það var Mette Mannseth eigandi og ræktandi hennar sem sýndi hana. Með þessu varð Eygló hæst dæmda fjögurra vetra hryssa frá upphafi.

Hæst dæmdi stóðhestur sýningarinnar er Rosi frá Berglandi 1. En hann er 11.vetra gamall undar Þey frá Prestsbæ og Rebekku frá Hofi. Ræktandi er Friðgeir Ingi Jóhannsson en hann er eigandi ásamt Magnúsi Braga Magnússyni. Sýnandi á honum var Guðmar Freyr Magnússon. Fyrir sköpulag hlaut Rosi 8,26, fyrir hæfileika 8,60 og í aðaleinkunn 8,48.

Þá hlaut Evíta frá Litlu-Brekku 9,5 fyrir skeið sýnd af eiganda sínum og ræktanda Vigni Sigurðssyni.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar