Hin hliðin – Lilja Pálmadóttir

  • 23. september 2020
  • Fréttir
Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn. Síðast skoraði Teitur Árnason á Lilju Pálmadóttir að sýna okkur hina hliðina.
Fullt nafn: Lilja Sigurlína Pálmadóttir

Gælunafn: Ekkert, bara Lilja

Starf: Hrossaræktandi með meiru

Aldur: 52

Stjörnumerki: Bogmaður

Hjúskaparstaða: Sjálfstæð kona

Uppáhalds drykkur: Gott rósavín með klaka og sódavatni

Uppáhalds matur: Allur japanskur matur

Uppáhalds matsölustaður: Red Farm New York

Hvernig bíl áttu: Cadillac Escalade

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Morning Show

Uppáhalds tónlistarmaður: Þeir eru margir..Nick Cave, Leonard Cohen, GDRN, Gísli Pálmi

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi og Frímann

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Borða ekki Bragðaref

Þín fyrirmynd: Þær eru nokkrar…í hestaheiminum eru það Olil, Rúna Einars, Metta…svo er gaman að fylgjast með flottum ungum stelpum eins og Röggu Har

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Æi nenni ekki að rifja það upp! 🙂

Sætasti sigurinn: Sennilega 4gangur í KS deildinni á Móa mínum en það var líka ótrúlega skemmtilegt að jarða alla kallana einhvern tíma á Bikarmóti Norðurlands í fjórgangi 🙂

Mestu vonbrigðin: Þau eru svo mörg!

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Klárlega Neisti á Hofsósi 🙂

Uppáhalds lið í enska boltanum: Fylgist ekki með enska

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Ragnars Brúnku sem ættuð er frá næsta bæ við mig og afi minn tamdi.  Ættmóðir mestu gæðinga á Íslandi.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ótrúlega mikið af flinku og efnilegu ungu fólki þarna úti

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Fegurð er afstæð

Besti knapi frá upphafi: Þessi er erfið…..Reynir Aðalsteinsson var mikill hestamaður og margir fleiri mjög góðir

Besti hestur sem þú hefur prófað:  Grámann frá Hofi á Höfðaströnd

Uppáhalds staður á Íslandi: Hálendið í heild sinni

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tennis aðeins

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Stærðfræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Tungumálum, kjaftafögum og teikningu

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég var að gefast upp í hlaupapartinum á inntökuprófinu á Hólum!

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Pass

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Get plankað í 8 mínútur

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Ekkert sem kemur mér á óvart lengur!

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Guð, ertu til?

 

Ég skora á Mette Mannseth að sýna á sér hina hliðina.

 

 

Hin hliðin – Teitur Árnason

Hin hliðin – Andrea Margrét Þorvaldsdóttir

Hin hliðin – Hulda G. Geirsdóttir

Hin hliðin – Hjörvar Ágústsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar