Yngri hliðin – Júlía Kristín Pálsdóttir

  • 16. febrúar 2021
  • Fréttir

Þá höldum við áfram að kynnast næstu kynslóð hestafólks í Yngri hliðinni.

Í síðustu viku var Þorvaldur Logi Einarsson til svara og skoraði hann á Júlíu Kristínu Pálsdóttir að svara í þessari viku.

Hér koma svörin úr Skagafirði.

 

Fullt nafn: Júlía Kristín Pálsdóttir

Gælunafn: Júlla

Hestamannafélag: Skagfirðingur

Skóli: Fjölbrautaskóli Norðurlandi Vestra

Aldur: 17

Stjörnumerki: Fiskur

Samskiptamiðlar: Snapchat, instagram, Facebook

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matur: Tartaletturnar hennar mömmu

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The sinner

Uppáhalds tónlistarmaður: The weekend og Frikki Dór eru alltaf í uppáhaldi

Fyndnasti Íslendingurinn: Sóli Hólm og Pétur Jóhann

Uppáhalds ísbúð: Huppa

Kringlan eða Smáralind: Bæði

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, Daim og Þrist

Þín fyrirmynd: Mamma mín

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Enginn sérstakur

Sætasti sigurinn: Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn

Mestu vonbrigðin: Ég held það sé Landsmótið á Hólum 2016

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Ekki hugmynd

Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Mér hefur lengi langað til þess að prufa gæðinginn Hnokka frá Fellskoti

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Systurnar á Sunnuhvoli

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Fallegust er Dísa systir það er ekki spurning

Uppáhalds hestamaðurinn þinn: Dísa systir

Besti knapi frá upphafi: Jóhann Rúnar Skúlason

Besti hestur sem þú hefur prófað: Get ekki valið á milli, Kjarval frá Blönduósi, Hrannar frá Flugumýri , Valur frá Ólafsvík og Hreimur frá Flugumýri

Uppáhalds staður á Íslandi: Sveitin mín

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi stundum á fótbolta og körfu

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Upplýsingatækni og Stærfræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Heimilisfræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég spurði mömmu hvort hún kynni píkuprumpa

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Stefaníu Sigfusdóttir , Ingiberg Daða og Ester Þóru okkur myndi klárlega ekki leiðast en við myndum sennilega ekki lifa lengi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Helvíti snögg hlaupa

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Bjarki Fannar,hann er mun skárri en ég hélt hann væri

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ég myndi líklegast spyrja afa minn Sigga heitinn um eitthvað sem hann myndi vita svarið af.

 

Ég skora á Eystein Tjörva Kristinsson

 

 

 

Yngri hliðin – Egill Már Þórsson

Yngri hliðin – Arnar Máni Sigurjónsson

Yngri hliðin – Þorgils Kári Sigurðsson

Yngri hliðin – Sigurður Steingrímsson

Yngri hliðin – Jón Ársæll Bergmann

Yngri hliðin – Þorvaldur Logi Einarsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar