Yngri hliðin – Þorvaldur Logi Einarsson

  • 1. febrúar 2021
  • Fréttir

Þá höldum við áfram að kynnast næstu kynslóð hestafólks í Yngri hliðinni. Í síðustu viku var Jón Ársæll Bergmann til svara og skoraði hann á Þorvald Loga Einarsson að svara í þessari viku. Hér koma svörin frá kappanum.

Fullt nafn: Þorvaldur Logi Einarsson

Gælunafn: Þorri

Hestamannafélag:  Smári

Skóli: FSU

Aldur: 17 vetra

Stjörnumerki: Ljón

Samskiptamiðlar: Snapchat , Instagram, Facebook, Twitter

Uppáhalds drykkur:  Gulur Kristall í dós

Uppáhalds matur: Nautalund

Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: H2o og 70 mínútur

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens, AC/DC

Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Gillz þegar hann er kominn í prósentu og helst á föstudegi

Uppáhalds ísbúð: Huppa

Kringlan eða Smáralind:  Smáralind og beinustu leið í Tívolíið. Ef það er lokað er gott að bíða í bílnum.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, Jarðaber, Skógaberjamix

Þín fyrirmynd: Á margar fyrirmyndir, reyni að taka það besta frá hverjum og einum…

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Sigurður Steingrímsson er duglegur að blístra einhvern veginn á hrossið sitt og það fer misvel í hross og knapa

Sætasti sigurinn:  Sætasti sigurinn er ekki einn ákveðin sigur heldur það að sjá hrossin úr ræktun okkar fjölskyldunnar ná árangri og mikið af þeim þjálfuð af mér frá fyrsta degi. Það er minn sætasti sigur.

Mestu vonbrigðin: Rúlla í kollhnís á Hátíð frá Hlemmiskeiði í síðasta skeiðsprettinum í A úslitum á WR mótinu á Selfossi. Ætlaði að vinna annað árið í röð…

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Hrunamenn í körfu”boltanum”

Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United… skila kærri kveðju á heittelskaða Poolara þessa dagana.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Álfadís frá Selfossi, þetta er meri sem stóðhestaeigendur þyrftu að borga til þess að leyfa hesti sínum að fylja.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Logi Steinn Sigurðsson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Hans Þór Hilmarsson er 100% einn al fallegasti maður sem ég veit um og tel ég konu hans vera hrikalega heppna með hann.

Uppáhalds hestamaðurinn þinn: Pabbi… fæ sjaldan leið á því að taka reiðtúr með honum!

Besti knapi frá upphafi: Smári Adólfsson það er hægt að læra heilan helling af þeim skemmtikrafti.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Sindri frá Hjarðartúni

Uppáhalds staður á Íslandi: Hörgárdalur… maður fær ágætis menningarsjokk að mæta þangað.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ef það liggur vel á mér þá er æðislegt að fá sér 2x samlokur í grillinu og leggjast síðan uppí og rotast.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já hef gaman af Körfubolta og Enska

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Flest öllu sem tengdist þvi að lesa eða skrifa

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íþróttum og Frímínútum

Vandræðalegasta augnablik: Mörg en kýs að tjá mig ekki

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jón Ársæl, Ívar Örn og Aron Erni

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Að öllu gamni slepptu á ég eftir að verða heimsfrægur söngvari.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju:  Arnar Máni Sigurjónsson. Því hann stingur alltaf uppá hverri þvælunni á eftir annari og einhvern veginn spilar maður alltaf með. Hætti seint að hlæja að þeim manni

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Myndi spyrja afa minn Geira á Grund, hvernig það hafi verið að ala föður minn upp?

 

Ég skora á Júlíu Kristínu Pálsdóttir að sýna hina hliðina.

 

 

 

Yngri hliðin – Egill Már Þórsson

Yngri hliðin – Arnar Máni Sigurjónsson

Yngri hliðin – Þorgils Kári Sigurðsson

Yngri hliðin – Sigurður Steingrímsson

Yngri hliðin – Jón Ársæll Bergmann

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar