Barði frá Laugarbökkum kemur fram

  • 19. apríl 2012
  • Fréttir
Barði frá Laugarbökkum kemur fram

Barði frá Laugarbökkum kemur fram á Stóðhestadegi Eiðfaxa sem fram fer á Brávöllum á Selfossi laugardaginn 28. Apríl nk.

Barði er fyrstu verðlauna stóðhestur á áttunda vetri undan Þokka frá Kýrholti og Orradótturinn Birtu frá Hvolsvelli.

Hann varð í sjötta sæti í elsta flokki stóðhesta á sl. landsmóti þegar hann hlaut 8,51 í aðaleinkunn, 8,28 fyrir sköpulag og 8,66 fyrir hæfileika. Þar af fékk hann einkunnina 9 fyrir tölt, hægt tölt, bak og lend, stökk og fegurð í reið.

Allar upplýsingar um þennan kostagrip veitir Janus Eríksson í síma 899-9050.

Nánari upplýsingar um Barða má nálgast hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar