2.324 hross flutt út á árinu 2020

  • 30. desember 2020
  • Fréttir
Besta ár í útflutningi síðan 1997

Nú þegar árið er senn á enda, liggja fyrir tölur um fjölda útfluttra hrossa frá Íslandi og óhætt að segja að árið hafi verið gott á þeim vettvangi.

Alls voru flutt út 2.324 hross til 21 lands og er um að ræða 54% fjölgun í útflutningi frá árinu 2019 þegar 1.509 hross voru flutt út. Leita þarf allt aftur til 1997 til að finna stærra ár í útflutningi en þá voru flutt út 2.563 hross.

Einnig vekur athygli að íslenski hesturinn er enn að nema ný lönd og í ár voru t.d. flutt þrjú hross frá Íslandi til Lettlands og Litháen í fyrsta skipti að vitað er.

Eins og jafnan áður voru flest hross, 974, flutt til Þýskalands, 306 hross voru flutt til Svíþjóðar og 271 hross til Danmerkur.  Einnig er athyglisvert hversu mikil fjölgun á milli ára er á útfluttum hrossum til Bandaríkjanna, en þangað voru flutt 141 hross í ár samanborið við 51 hross í fyrra.

Hægt er að skoða sundurliðun eftir löndum sem flutt var út til og samanburð á milli áranna 2019 og 2020 í töflunni hér fyrir neðan.

Land 2019 2020
Austurríki 91 145
Belgía 14 43
Kanada 4 4
Sviss 95 135
Þýskaland 640 974
Danmörk 172 271
Finnland 39 62
Færeyjar 23 17
Frakkland 27 28
Bretland 16 31
Grænland 0 8
Ungverjaland 0 1
Írland 0 4
Ítalía 4 2
Lettland 0 1
Lúxemborg 4 12
Litháen 0 3
Holland 49 80
Noregur 50 56
Nýja-Sjáland 2 0
Svíþjóð 224 306
Slóvenía 4 0
Bandaríkin 51 141
Samtals: 1509 2324

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar