35 vetra gamall í toppstandi

  • 15. júní 2020
  • Fréttir

Náttar frá Miðfelli 35 vetra mynd:Aðsend

Íslenski hesturinn er vinsæll fyrir margar sakir en ein af ástæðunum er sú að hann er heilbrigður og hraustur og endist lengi sé vel um hann hugsað. Til eru sagnir af íslenskum hestum sem hafa 0rðið háaldraðir og á sama tíma verið heilbrigðir.

Náttar frá Miðfelli 2 er 35 vetra gamall stóðhestur sem staðsettur er í Þýskalandi. Eigendi hans er Susanne Georgs en ræktandi er Þorvaldur Jón Kristinsson. Náttar er undan Náttfara frá Ytra-Dalgerði og Viku frá Vatnsleysu sem er undan Rauð frá Kolkuósi.

Náttar hlaut sinn hæsta dóm árið 1993 og hlaut þá fyrir hæfileika 8,47, fyrir sköpulag 7,85 og í aðaleinkunn 8,16 þar ber hæst 9,0 fyrir skeið.

Náttar á skv. worldfeng 287 afkvæmi og þar af eru 38 sýnd í kynbótadómi og þar af 15 með 1.verðlaun.

Eins og myndin sýnir er hann í toppstandi og vel um hann hugsað en hver er elsti íslenski hesturinn sem lesendur Eiðfaxa vita um, endilega skrifa ummæli við frétt þessa á Facebook síðu Eiðfaxa og segja frá.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<