Kynbótasýningar Afkvæmastóðhestar heiðraðir

  • 21. nóvember 2022
  • Fréttir

Kjerúlf frá Kollaleiru

Þrír stóðhestar hlutu afkvæmaverðlaun í gær á haustráðstefnu fagráðs í hrossarækt.

Kjerúlf frá Kollaleiru bættist í hóp þeirra hesta sem hlotið hafa heiðursverðlaun fyrir afkvæmi en hann á 50 dæmd afkvæmi og er með 121 stig í kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs.  Kjerúlf er 19. vetra gamall undan Takti frá Tjarnarlandi og Flugu frá Kollaleiru. Ræktandi hans er Hans Friðrik Kjerúlf en hann er eigandi ásamt Leó Geir Arnarsyni.

 

Sigurvegarar í gæðingakeppni sumarsins á Landsmóti þeir Kolskeggur frá Kjarnholtum I og Ljósvaki frá Valstrýtu hlutu 1. verðlaun fyrir afkvæmi.

Kolskeggur frá Kjarnholtum I er 14 vetra gamall sonur Kvists frá Skagaströnd og Heru frá Kjarnholtum I. Ræktandi og eigandi er Magnús Einarsson. Hann á 25 dæmd afkvæmi og er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamats.

Kolskeggur frá Kjarnholtum I Ljósmynd Kolla Gr.

Ljósvaki frá Valstrýtu er 12 vetra gamall sonur Hákons frá Ragnheiðarstöðum og Skyldu frá Hnjúkahlíð. Ræktandi og eigandi er Guðjón Árnason. Hann á 16 dæmd afkvæmi og er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamats, en er með 121 stig í kynbótamati aðaleinkunnar án skeiðs.

Ljósvaki frá Valstrýtu Ljósmynd Kolla Gr.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar