Árbók Eiðfaxa – Leiðrétting

  • 24. janúar 2021
  • Fréttir

Árbók Eiðfaxa 2020 á nú að vera komin í hendur áskrifenda, auk þess að vera til sölu í öllum helstu hestavöruverslunum. Við hjá Eiðfaxa þökkum kærlega fyrir þær jákvæðu viðtökur sem bókin hefur fengið og það hvetur okkur til að halda áfram á sömu leið.

Við höfum jafnframt fengið nokkrar ábendingar um það sem betur má fara og þökkum það. Því miður flæktust nokkrar staðreyndavillur einnig inn í bókina og er okkur ljúft og skylt að koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri:

  • Bls.122 – Hilmir frá Árbæjarhjáleigu var sýndur af Árna Birni Pálssyni.
  • Bls. 126 – Prins frá Vöðlum er undan Pistil frá Litlu-Brekku og Erlu frá Halakoti.
  • Bls. 138 – Ronja frá Hólaborg er undan Blysfara frá Fremra-Hálsi og Rán frá Þorkelshóli 2.
  • Bls. 138 – Dúfa frá Bergsstöðum er undan Sjóð frá Kirkjubæ og Gyðju frá Ytra-Vallholti.
  • Bls. 151 – Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli er undan Mjölni frá Hlemmiskeiði 3 og Orku frá Hvolsvelli.
  • Bls. 154 – Fold frá Flagbjarnarholti er undan Óm frá Kvistum og Gyðju frá Lækjarbotnum.
  • Bls. 158 – Vör frá Vestri-Leirárgörðum er undan Aðli frá Nýjabæ og Vá frá Vestri-Leirárgörðum.
  • Bls. 158 – Bylgja frá Seljatungu er undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Kviku frá Syðri-Gegnishólum.
  • Bls. 213 – Ræktandi Hendingar frá Úlfsstöðum er Helgi Friðriksson.
  • Bls. 217 – Sýnandi Gnáar frá Ytri-Skógum var Þórður Þorgeirsson.
  • Bls. 272 – Topplisti yfir hæstu aðaleinkunnir ársins án skeiðs er ekki réttur, efstu sjö hrossin á listanum eru alhliða.

Við biðjum alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum og vonum að þeir virði viljann fyrir verkið.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar