Árbók Eiðfaxa – Þóra frá Prestsbæ

  • 12. janúar 2021
  • Fréttir

Þóra frá Prestsbæ á Landsmóti 2011. Knapi er Þórarinn Eymundsson og við hlið hennar standa Inga og Ingar Jensen.

Árbók Eiðfaxa 2020 kemur út nú í vikunni, stútfull af fróðlegum og skemmtilegum umfjöllunum um nýliðið keppnis- og kynbótaár.

Meðal efnis í Árbókinni eru umfjallanir um allar heiðursverðlaunahryssur ársins en þær voru hvorki fleiri né færri en 31 talsins. Auk þess er viðtal við ræktanda og knapa efstu hryssunnar, Þóru frá Prestsbæ, þá Ingar Jensen og Þórarinn Eymundsson. Þar lýsir Þórarinn m.a. ógleymanlegri stund sem hann átti með Þóru sumarið 2011:

„Mig langaði að prufa nýjan fótabúnað á Þóru fyrir yfirlitið (á Landsmóti á Vindheimamelum) og lagði því á hana um miðnæturbil eitt kvöldið hér á Króknum. Veðrið var frábært, það hafði nýlega rignt svo reiðgötunar voru léttar og mjúkar og færið eins og best verður á kosið. Þetta er reiðtúr sem ég mun aldrei gleyma, hversu gamall sem ég verð. Hryssan var hreinlega ótrúleg þarna og knapinn kóngur um stund. Ég fæ gæsahúð bara að tala um þetta.“

Við munum halda áfram næstu daga að kynna meira efni úr Árbókinni, enda af nægu að taka. Gera má ráð fyrir að Árbókin komi inn um bréfalúgur áskrifenda í lok vikunnar og verður hún í framhaldinu einnig fáanleg í öllum helstu hestavöruverslunum. Ekki missa af Árbók Eiðfaxa!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<