Árni Björn með flestar sýningar

  • 3. júní 2020
  • Fréttir

Nú þegar búið er að loka fyrir skráningar á kynbótasýningar vorsins hér á Íslandi, er fróðlegt að glugga í gögnin og skoða hvaða nöfn koma oftast fyrir.

Í flokki sýnenda eru þeir Árni Björn Pálsson og Daníel Jónsson í nokkrum sérflokki, líkt og fyrri ár, Árni Björn með 51 skráða sýningu og Daníel með 50. Eru þeir félagar með hartnær helmingi fleiri sýningar en sá sem næst kemur, Ævar Örn Guðjónsson með 29 skráðar sýningar.

Rétt er að setja þann fyrirvara við þessar tölur að sum hross eru skráð á fleiri en eina sýningu, en annars lítur topplistinn svona út:

  • Árni Björn Pálsson – 51 sýning
  • Daníel Jónsson – 50 sýningar
  • Ævar Örn Guðjónsson – 29 sýningar
  • Jakob Svavar Sigurðsson – 25 sýningar
  • Agnar Þór Magnússon – 22 sýningar
  • Þórarinn Eymundsson – 20 sýningar
  • Helga Una Björnsdóttir – 19 sýningar
  • Sigursteinn Sumarliðason – 17 sýningar
  • Bjarni Jónasson – 15 sýningar
  • Viðar Ingólfsson – 15 sýningar
  • Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 14 sýningar

Eiðfaxi mun einnig innan skamms birta samantekt um þá stóðhesta sem eiga flest skráð afkvæmi á kynbótasýningar vorsins.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar