Björgvin Daði og Svanur sigurvegarar í G-Hjálmarsson deildinni

  • 16. maí 2021
  • Fréttir

Björgvin Daði sigurvegari í einstaklinskeppni G-Hjálmarsson deidarinnar

Lokamótið í G-Hjálmarsson deildinni heppnaðist eins og í sögu og voru knapar og starfsmenn hæstánægðir með daginn. Keppt var í tölti og skeiði á þessu lokamóti og eru niðurstöðurnar sem hér segir.

Í tölti T3 (2. Flokkur) sigraði Sylvía Sól Guðmundsdóttir og Hrafnhetta frá Innri-Skeljabrekku með einkunnina 7,0. Komu þær stöllur inn í öðru sæti eftir forkeppni og riðu sig glæsilega til sigurs.

Í tölti T1 (1. Flokkur) sigraði Egill Már Vignisson og Rauðhetta frá Efri-Rauðalæk með einkunnina 7,11. Keppnin var spennandi frá fyrstu mínútu en Egill og Rauðhetta voru í 1-2 sæti inn í úrslit.

Í skeiði í gegnum höllina í 2.flokki sigraði Belinda Ottósdóttir og glæsi skeiðhryssan Skutla frá Akranesi á tímanum 5,71.

Í skeiði í gegnum höllina í 1.flokki sigraði svo Eva María Aradóttir á Bratt frá Tóftum á tímanum 5,22.

Hér er girl power!!

Margt var um manninn í Léttishöllinni og maður getur ekki annað en verið þakklátur fyrir að geta klárað mótaröðina á tímum sem þessum.

 

Einstaklings Stigakeppnin yfir mótaröðin fór svo

 

Í 2. Flokki sigraði Svanur Stefánsson með 42 stig og fór hann með afgerandi sigur úr bítum og var farsæll á hesti sínum Storm frá Feti en hann stóð efstur á honum eftir forkeppni í öllum greinum sem þeir félagar tóku þátt í. Önnur í stigakeppninni var María Marta Bjarkadóttir með 32 stig og þriðji Ólafur Guðmundsson með 27,5 stig.

Svanur Stefánsson stóð efstur í einstaklingskeppni í 2.flokki

Í 1.flokki sigraði Björgvin Daði Sverrisson með 40 stig. Hér var hins vegar knappt á munum þar sem hin unga Eva María Aradóttir sótti hart að Björgvini með 39 stig. Alltaf gaman að smá spennu. Gaman að segja frá því að Björgvin tók þátt í öllum greinum á einungis tveimur heimaræktuðum hestum sem skilaði honum sigri í einstaklingskeppninni. Stórglæsilegt! Þriðji í stigakeppni í fyrsta flokki var svo Vignir Sigurðsson með 33,5 stig.

 

Ótrúlega skemmtilegur vetur hjá okkur Léttismönnum að enda og vill mótanefndin koma fram þökkum til Guðmundar Hjálmarssonar styrktaraðila deildarinnar ásamt Hestamannafélaginu Létti.

 

Niðurstöður úrslita eru eftirfarandi:

 

Tölt T3 (2.flokkur)

 

B úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
7 Tobías Sigurðsson Brúnstjarna frá Hrafnagili Brúnn/milli-stjörnótt Léttir 6,39
8 Bjarney Anna Þórsdóttir Skilir frá Hnjúkahlíð Rauður/milli-skjótt Léttir 6,22
9 Elín M. Stefánsdóttir Kuldi frá Fellshlíð Bleikur/fífil-blesótt Funi 5,94
10 Sigfús Arnar Sigfússon Matthildur frá Fornhaga II Brúnn/milli-einlitt Léttir 5,67
A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sylvía Sól Guðmunsdóttir Hrafnhetta frá Innri-Skeljabrekku Brúnn/dökk/sv.skjótt Léttir 7,00
2 Jóhann Svanur Stefánsson Stormur frá Feti Brúnn/milli-einlitt Léttir 6,89
3 Rúnar Júlíus Gunnarsson Valur frá Tóftum Brúnn/milli-einlitt Hringur 6,72
4 Tobías Sigurðsson Brúnstjarna frá Hrafnagili Brúnn/milli-stjörnótt Léttir 6,50
5 Ólafur Guðmundsson Eldur frá Borgarnesi Rauður/dökk/dr.einlitt Dreyri 6,33
6H Belinda Ottósdóttir Skutla frá Akranesi Bleikur/álóttureinlitt Dreyri 6,22
7H Gunnhildur Erla Þórisdóttir Áttund frá Hrafnagili Jarpur/milli-einlitt Funi 6,22

 

 

 

Tölt T1 (1.flokkur)

 

A úrslit
Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Egill Már Vignisson Rauðhetta frá Efri-Rauðalæk Rauður/milli-skjóttægishjálmur Léttir 7,11
2 Vignir Sigurðsson Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku Brúnn/dökk/sv.tvístjörnótt Léttir 7,06
3H Atli Freyr Maríönnuson Óðinn frá Ingólfshvoli Móálóttur,mósóttur/milli-einlitt Léttir 6,72
4H Guðmundur Karl Tryggvason Bjarmi frá Akureyri Rauður/milli-einlitt Léttir 6,72
5H Eva María Aradóttir Kuldi frá Sandá Vindóttur/móeinlitt Léttir 6,72
6 Björgvin Daði Sverrisson Meitill frá Akureyri Jarpur/milli-einlitt Léttir 0,00

 

Skeið 2.flokkur

1          Belinda  Ottósdóttir og Skutla 5.71

2          Ólafur Guðmundsson og Niður6.20

3          María Marta Bjarkadóttir og Drottning 6.6

4          Tobías Sigurðsson og Gosi 6.61

5          Svanur Stefánsson og Blíða 6.79

6          Rúnar Júlíus Gunnarsson og Kopar 7.10

7          Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson og Bylgja7.26

8          Aldís Ösp Sigurjónsdóttir og Rösk 8.29

9          Hreinn Haukur Pálsson og Tvistur 0,00

 

Skeið 1.flokkur

1          Eva María Aradóttir og Brattur 5.22

2          Sveinbjörn Hjörleifsson og Drífa 5.47

3          Atli Freyr Maríönnuson og Haukur 5.65

4          Baldvin Ari Guðlaugsson og Rut 5.72

5          Vignir Sigurðsson og Suðræna 5.87

6          Baldvin Ari Guðlaugsson og Hvönn 6.57

7          Björgvin Daði Sverrisson og Kambur 6.57

8          Anna Sonja Ágústdóttir og Kolbrá 0

9          Svavar Örn Hreiðarsson og Hnoppa 0

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar