Djáknar frá Hvammi hlýtur 1.verðlaun

  • 30. nóvember 2019
  • Fréttir
Fleiri stóðhestar bætast í hóp þeirra sem afkvæmaverðlaun hljóta á erlendri grundu

Landsmótssigurvegarinn Djáknar frá Hvammi hefur bæst í hóp þeirra stóðhesta sem afkvæmaverðlaun hljóta, en hann hefur nú hlotið 1.verðlaun fyrir afkvæmi. Djáknar er staðsettur í Þýskalandi. Hann á 31 dæmt afkvæmi og er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins.

Djáknar er fæddur árið 1997 og er því tuttugu og tveggja vetra gamall. Hann er undan Jarli frá Búðardal og Djásn frá Heiði. Jarl var undan Kolfinni frá Kjarnholtum og Rispu frá Búðardal. Djásn, móðir Djáknars, er undan Blesa frá Heiði og Stjörnu frá Heiði. Djásn á því nú tvo syni með afkvæmaverðlaun en Dynur frá Hvammi hlaut 1.verðlaun fyrir afkvæmi árið 2008.

Djáknar kom fyrst til dóms fjögurra vetra gamall, þá sýndur af Jóni Gíslasyni, og hlaut 1.verðlaun. Fyrir sköpulag 8,04, fyrir hæfileika 8,18 og í aðaleinkunn 8,12. Á Landsmóti árið 2002 á Vindheimamelum stóð hann svo efstur í flokki fimm vetra stóðhesta. Sýnandi hans þá var Jóhann G. Jóhannesson. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,04, fyrir hæfileika 8,55 og í aðaleinkunn 8,35. Hann var fluttur til Þýskalands árið 2003 og hlaut þar sinn hæsta dóm árið 2007 í aðaleinkunn 8,46.

Ræktandi Djáknars er Kristinn Eyjólfsson en eigandi er Horst Habicht.

Á myndinni er Blæja frá Lýtingsstöðum sem er eitt af þekktustu afkvæmum Djáknars, en hún hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar