Eiðfaxi tekur upp öll kynbótahross vorsins

  • 1. júní 2020
  • Fréttir

Frá undirritun samningsins sem var Covid-handsalaður af Magnúsi Benediktssyni, framkvæmdastjóra Eiðfaxa og Karvel Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML.

Síðastliðinn föstudag, var undirritaður samningur á milli Eiðfaxa og RML þar sem RML veitir Eiðfaxa leyfi til upptöku á öllum kynbótasýningum sem haldnar verða á þeirra vegum vorið 2020.
Eiðfaxi mun skv. þessu taka upp hæfileikadóma allra þeirra kynbótahrossa sem til dóms koma í vor, bæði sunnan og norðan heiða. Eigendum og umráðamönnum kynbótahrossa mun gefast tækifæri á að kaupa upptökur af sýningum sinna hrossa og mun það fyrirkomulag verða auglýst nánar á vef Eiðfaxa í byrjun næstu viku. Jafnframt stendur til að setja hluta þessara upptakna, hæfileikadóma þeirra 170 kynbótahrossa sem að öllu jöfnu hefðu öðlast þátttökurétt á Landsmóti 2020, inn í myndabanka Worldfengs í lok sumars

Um er að ræða afar mikilvægt skref í því að varðveita gögn um kynbótahross samtímans hverju sinni og með því að efla til muna þekkingu um hrossaræktina á Íslandi. Við hjá Eiðfaxa hlökkum til að leggja okkar af mörkum til að svo geti orðið.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar