Elías gerði góða ferð á Grenzlandhof

  • 25. ágúst 2020
  • Fréttir

Elías og Rauðhetta frá Þúfu í Kjós Mynd: Easykai-Fotografie

Víða um evrópu fara nú fram hin ýmsu mót á íslenskum hestum. Eitt slíkt mót var haldið í Þýskalandi um helgina á Grenlandzhof. Keppt var í ýmsum greinum íþróttakeppninnar.

Elías Þórhallsson gerði góða ferð á mótið því hann sigraði í fjórgangi, tölti og fimmgangi meistara. Hann reið Framtíð frá Koltusey til sigurs í tölti,  Rauðhettu frá Þúfu í Kjós í fjórgangi og Hildingi frá Bergi í fimmgangi.

Í öðrum greinum í meistaraflokki að þá var það Katja Geiter á Farra vom Grenzland sem varð efst í slaktaumatölti. Jens Fuchtenschnieder vann keppni í 100 metra skeiði og gæðingaskeiði á Sprota vom Mönchof en 150 metra skeið vann Viola Langer á Vaski vom Schlossblick.

Öll úrslit mótsins má nálgast með því að smella hér.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<