Ellefu hross hlutu 10 fyrir prúðleika á árinu
Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Síðasti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er prúðleiki
Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 í þeim eiginleikum sem teknir eru fyrir hverju sinni.
Prúðleiki á fax og tagl
Við einkunnagjöf fyrir prúðleika er metin sídd og þykkt á ennistoppi, faxi og tagli hestsins. Almennt eru gerðar minni kröfur til hryssna en stóðhesta. Sá dómaleiðari sem á eftir kemur miðast við stóðhesta en hryssur fá almennt hálfum hærra fyrir sambærilegan prúðleika.
9,5 – 10
Afar ræktarlegur prúðleiki. Góð þykkt er á ennistoppi, faxi og tagli. Ennistoppur nái vel niður fyrir augu, fax er sítt beggja vegna og taglið nær niður á kjúkur. Jafn vöxtur er á faxi frá hnakka og niður á herðar.
Alls hlutu 41 hross á árinu einkunnina 9,5 fyrir prúðleika og ellefu hlutu 10,0.
Listi yfir þau hross sem hlutu 10 fyrir prúðleika
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi |
Blesi | Heysholti | Árni Björn Pálsson |
Grettir | Ásbrú | Þorgeir Ólafsson |
Kórall | Hofi á Höfðaströnd | Þorsteinn Björn Einarsson |
Léttir | Þóroddsstöðum | Árni Björn Pálsson |
Lína | Efra-Hvoli | Árni Björn Pálsson |
Myrkvi | Äspekullen | Sigurjón Örn Björnsson |
Sindri | Lækjamóti II | Ísólfur Líndal Þórisson |
Sjafnar | Skipaskaga | Jón Árnason |
Spennandi | Fitjum | Bjarni Jónasson |
Tannálfur | Fossanmoen | Erlingur Erlingsson |
Teningur | Víðivöllum fremri | Þórarinn Eymundsson |
Listi yfir þau hross sem hlutu 9.5 fyrir prúðleika
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi |
Árvakur | Neðra-Skarði | Þórður Þorgeirsson |
Assa | Ási 2 | Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir |
Brandur | Gröf | Flosi Ólafsson |
Dama | Hæli | Jakob Svavar Sigurðsson |
Demantur | Prestsbæ | Heiðrún Ósk Eymundsdóttir |
Díva | Kvíarhóli | Viðar Ingólfsson |
Drottning | Austurkoti | Páll Bragi Hólmarsson |
Eldey | Prestsbæ | Þórarinn Eymundsson |
Faldur | Fellsási | Tryggvi Björnsson |
Forni | Flagbjarnarholti | Teitur Árnason |
Funi | Akri | Rasmus Møller Jensen |
Glaður | Hemlu II | Vignir Siggeirsson |
Goliat | Musö | Eyjólfur Þorsteinsson |
Gulltinna | Borgarnesi | Máni Hilmarsson |
Hjartasteinn | Hrístjörn | Helga Una Björnsdóttir |
Hrafnkatla | Kvíarhóli | Viðar Ingólfsson |
Hrafntinna | Strandarhjáleigu | Elvar Þormarsson |
Hrefna | Isterbergerhof | Eric Winkler |
Ísberg | Hákoti | Eva Dyröy |
Jaki | Horni I | Ómar Ingi Ómarsson |
Kilja | Frötuna gård | Frida Lindström |
Kjalar | Kili | Tryggvi Björnsson |
Kristall | Skagaströnd | Þórarinn Eymundsson |
Krummi | Feti | Ólafur Andri Guðmundsson |
Lakkrís | Skadhauge | Agnar Snorri Stefansson |
Leó | Langtved | Sigurður Óli Kristinsson |
Merkúr | Smedjan | Vignir Jónasson |
Óskar | Flekkudal | Agnar Snorri Stefansson |
Safír | Hjarðartúni | Hans Þór Hilmarsson |
Sesar | Skarstad | Steinar Clausen Kolnes |
Skrúður | Svalbarða | Ævar Örn Guðjónsson |
Stáli | Fitjamyri | Lucy Nold |
Stemma | Þóroddsstöðum | Árni Björn Pálsson |
Stormur | Djúpárbakka | Mayara Gerevini |
Taktur | Rank | Agnar Snorri Stefansson |
Tangó | Mönchhof | Isabelle Füchtenschnieder |
Tónn | Álftagerði | Bjarni Jónasson |
Topar | Vildängen | Erika Lande |
Víga-Barði | Kolgerði | Julian Veith |
Þokki | Húsafelli 2 | Sigurður Vignir Matthíasson |
Þróttur | Skáney | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir |
Hinir eiginleikarnir:
Hæfileikar
Tölt
Brokk
Skeið
Stökk
Samstarfsvilji
Fegurð í reið
Fet
Hægt tölt
Hægt stökk
Sköpulag
Höfuð
Háls / herðar og bógar
Bak og lend
Samræmi
Fótagerð
Réttleiki
Hófar