Erum við að selja of mikið af bestu stóðhestunum úr landi?

  • 17. febrúar 2021
  • Sjónvarp
Spurning vikunnar hjá Eiðfaxa

Hin vikulega Þriðjudagsgetraun Eiðfaxa, sem notið hefur mikilla vinsælda meðal hestafólks, er nú komin í smá frí að sinni. Í stað hennar ætlum við hjá Eiðfaxa að brydda upp á nýjum efnislið, Spurningu vikunnar.

Í Spurningu vikunnar ætlum við að spyrja hestafólk um þeirra álit á öllu á milli himins og jarðar sem snýr að hestum og hestamennsku. Fyrsta spurningin snýr að því hvort við séum að selja of mikið af bestu stóðhestunum úr landi. Á síðustu mánuðum hafa margir af hæst dæmdu og vinsælustu stóðhestum landsins skipt um eigendur og eru nú þegar farnir af landi brott eða munu gera það innan skamms. Sitt sýnist hverjum en svörin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<