Erum við stödd í búbblu?

  • 16. apríl 2021
  • Fréttir

Örn hefur beint athygli sinni að afmörkuðum kynbótabrautum mynd: Eiðfaxi

Örn Karlsson hefur verið iðinn við það að skrifa um það sem að hans mati má betur fara í kynbótadómum hrossa. Beinir hann athygli sinni þá sérstaklega að taugastyrk íslenska hestsins og dómgæslu á þeim eiginleika sem kallaður er samstarfsvilji. Hér á eftir fer nýjasti pistillinn úr smiðju Arnar sem birtist á Facebook síðunni HESTAR OG REIÐMENN í morgun.

Erum við stödd í búbblu?
Erum við stödd í búbblu sem við sjáum ekki út úr, sem hreyfist hægt og rólega að feigðarósi?
Getur verið að kraftar samtryggingar, meðvirkini og samdauna samræðna blindi okkur sýn?
Það kjaftar hver upp í annan undir formerkjum vísinda að kjarkur og taugastyrkur í íslenska stóðinu fari batnandi. Fræðimennirnir, háskólafólkið, kynbótadómararnir og aðal hrossaræktendurnir slengja þessu fram þótt þeir hafi ekkert fyrir sér annað en kjaftagang næsta manns í búbblunni. Engar rannsóknir, engar tilraunir til að meta skapgerð í kynbótadómum liggja til grundvallar þeirri mýtu búbblunnar að allt sé á bestu leið.
Gamla trausta skapgerðin sem Nökkvi frá Hólmi og fleiri góðir stuðluðu að er ein mesta auðlindin í íslenska stóðinu. Hrossin sem eru örugg í eigin skinni. Við gerum samt allt sem við getum til að eyðileggja þetta öryggi. Við dæmum í hjálparrennum svo aularnir geti spriklað óáreittir af eigin óöryggi. Af meðvirkni gefum við stóðhestum brautargengi með láði þótt blasi við hverjum manni að þeir hafi skapgerð truntunnar. Við sleppum því að meta mikilvæga skapgerðarþætti stóðhesta sem fara þó um allt land til að dreifa arfgerð sinni.
Hvernig getur þetta farið nema illa?

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar