Kynbótasýningar Fet skilaði flestum hrossum í fullnaðardóm á árinu

  • 27. nóvember 2022
  • Fréttir

Salka frá Feti hlaut 8,40 í aðaleinkunn, sýnd af Ólafi Andra Guðmundssynni, og var hæst dæmda hrossið sem var sýnt frá Fet búinu í sumar. Mynd: HHG

Listi yfir þau ræktunarbú sem sýndu sex eða fleiri hross í fullnaðardóm á árinu.

Fet er það ræktunarbú sem skilaði flestum hrossum í fullnaðardóm á árinu, 18 talsins. Fet er staðsett á Suðurlandi, rétt við Rauðalæk áður en komið er að Hellu. Á Feti hefur verið starfrækt hrossarækt í rúman aldarfjórðung en það var Brynjar Vilmundarson sem hóf ræktunina en árið 2007 tók Karl Wernersson við sem eigandi búsins. Ólafur Andri Guðmundsson og Bylgja Gauksdóttir sjá um daglegan rekstur. Í dag fæðast rúmlega 20 folöld á ári en til gamans má geta að á Feti hafa verið ræktuð rúmlega 130 fyrstu verðlauna hross. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fet er á toppi listans en þau sýndu einnig flest hross í fullnaðardómi árið 2020. Meðalaldur hrossanna sem voru sýnd í ár er 5,6 ár og er meðaltal aðaleinkunnar 8,01.

Á eftir Feti kemur Reykjavík með 14 sýnd hross, Rauðilækur með þrettán sýnd hross og Þúfur með 12 sýnd hross. Ef horft er á þau bú sem skiluðu fleiri en fimm hrossum í dóm á árinu er Garðshorn á Þelamörk með lægsta meðalaldurinn eða 4,5 ár en þau sýndu 6 hross í fullnaðardóm og meðaltal aðaleinkunnar er 8,22. Ræktendur á Garðshorni eru Agnar Þór Magnússon og Birna Thorlacius Tryggvadóttir. Ræktunarbúið Austurás er með hæstu aðaleinkunnina eða 8,40, meðalaldur hrossanna er 5,5 ár og fjöldi dæmdra hrossa er sex. Ræktendur í Austurási eru þau Ragnhildur Loftsdóttir og Haukur Baldvinsson.

Listi með þeim ræktunarbúum sem sýndu fleiri en 5 hross í dóm á árinu

Ræktunarbú Fjöldi hrossa Meðalaldur Ae.
Fet 18 5,6 8,01
Reykjavík 14 6,0 7,84
Rauðalækur 13 5,8 8,16
Þúfur 12 5,8 8,15
Kronshof 11 5,7 8,24
Berg 10 6,3 8,07
Árbæjarhjáleiga II 10 6,6 7,99
Auðsholtshjáleiga 10 6,5 7,99
Steinnes 10 5,7 7,89
Teland 10 5,7 7,81
Hólar 9 6,3 8,14
Þjóðólfshagi 1 9 7,0 8,07
Fákshólar 8 5,4 8,29
Prestsbær 8 5,1 8,15
Hemla II 8 5,6 8,03
Skíðbakki III 8 5,5 7,88
Lipperthof 8 5,6 7,86
Hlemmiskeið 3 8 4,9 7,86
Hjarðartún 7 5,7 8,34
Flagbjarnarholt 7 7,0 8,13
Margrétarhof 7 4,9 8,11
Koltursey 7 5,1 8,02
Ketilsstaðir 7 5,7 8,00
Kjarr 7 5,6 8,00
Álfhólar 7 5,6 7,98
Austurkot 7 5,3 7,85
Blesastaðir 1A 7 6,3 7,67
Hrafnagil 7 6,3 7,53
Austurás 6 5,5 8,40
Garðshorn á Þelamörk 6 4,5 8,22
Skipaskagi 6 6,0 8,22
Efri-Fitjar 6 5,8 8,21
Efsta-Sel 6 6,5 8,07
Íbishóll 6 5,2 8,00
Stuðlar 6 4,8 7,99
Syðri-Gegnishólar 6 5,5 7,98
Bergkåsa 6 6,7 7,97
Leirubakki 6 6,5 7,88
Selfoss 6 6,8 7,86
Torfastaðir 6 6,7 7,76
Áskot 6 5,3 7,73
Burrishof 6 8,5 7,72
Kringeland 6 6,2 7,72
Miðkot 6 4,7 7,67

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar