Kynbótasýningar Fimm hross hlutu 9.5 fyrir samræmi

  • 14. október 2022
  • Fréttir

Lýdía frá Eystri-Hól er ein af þeim sem hlaut 9.5 fyrir samræmi á árinu

Aldrei hefur hross hlotið 10 fyrir þennan eiginleika

Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er samræmi.

Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 í þeim eiginleikum sem teknir eru fyrir hverju sinni.

Samræmi

Í þessum eiginleika er heildarútlit hestsins metið hvað varðar jafnvægi, lögun á bol og hlutföll í sköpulaginu. Einnig er lagt mat á fótahæð hrossins, léttleika byggingarinnar og vöðvafyllingu. Í vafatilfellum má taka mið af því við dóminn hvernig hesturinn kemur fyrir í reið, hvað varðar fótahæð, framhæð og jafnvægi.

9,5 – 10

Glæst heildarmynd. Hrossið er jafnvægisgott og sterklega byggt; algerlega hlutfallarétt, afar framhátt, vel vöðvafyllt og nægilega breitt um brjóst. Hrossið er fótahátt og hefur sívalan, jafnan og fremur léttan bol. Lengd hrossins skapast af löngum bógum, hæfilega löngu baki og langri lend, lengd þess er meiri en hæð á lend (viðmið: 4-6 cm munur).

Alls hlutu fimm hross á árinu einkunnina 9,5 fyrir samræmi en ekkert hross hefur hlotið einkunnina 10,0 fyrir samræmi.

Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5-10 fyrir samræmi

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi
Gandi Rauðalæk Guðmundur Friðrik Björgvinsson
Ísey Þjórsárbakka Teitur Árnason
Lýdía Eystri-Hól Árni Björn Pálsson
Viðar Skör Helga Una Björnsdóttir
Vorsól Hestkletti Þórarinn Eymundsson

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar