Föstudagspistill Hinna Sig

  • 23. október 2020
  • Fréttir
Hvernig á ég að drulla mér af stað???

Er erfitt að koma sér í gang núna þegar haustið er komið?
Ertu búin(n) að ákveða að fara út að hlaupa og halda áfram eins og í sumar, en það er svooooo margt sem vinnur að því að sannfæra þig um að sleppa því bara.

Mikið að gera, sófinn er svo mjúkur og hlýr, það er rigning úti eða æji það er orðið dimmt.
Geri þetta bara á morgun…. ….aftur.
Það að búa sér til góða „minningu framtíðarinnar“ er alveg geggjað verkfæri til að reka sjálfa(n) sig af stað í verkefnin.

Sjáðu útkomuna fyrir þér.
Í stað þess að hugsa um hlaupið sjálft, ímyndaðu þér frekar tilfinninguna sem kemur í sturtunni eftir hlaupið. Þegar það er búið, þú ert búinn að gera þetta.
Það kemur ákveðin sigurtilfinning yfir mann, þægileg þreyta, finna vatnið skolast yfir sig og gefa sér hrós fyrir vel útfært verk, hvaða verk sem það nú er.
Þessi hugsun gefur okkur svo nóga hvatningu og orku til þess að reima á okkur skóna og láta vaða af stað.
Æfðu þig í því að sjá útkomuna fyrir þér, sjá þig eftir að verki er lokið og þar með að laða fram tilfinninguna sem fylgir því ?

Þetta gildir að sjálfssögðu öll okkar verk, háþrýstiþvo hesthúsið fyrir veturinn, taka bókhaldið í gegn eða skila heimalærdómnum.

Láttu fæturna taka þig af stað svona býr maður sér til „motivation “ þegar hún kemur ekki sjálf.

Ríðið vel ???

 

 

Föstudagspistill 16. október

Föstudagspistill 9. október

Föstudagspistill 2. október

Föstudagspistill 25. september

Föstudagspistill 18. september

Föstudagspistill 11. september

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar