Frænkur sem elska hesta

  • 29. apríl 2024
  • Sjónvarp Fréttir
Myndband frá Stóðhestaveislunni 2024

 

Viktoría Huld Hannesdóttir og Una Björt Valgarðsdóttir eru frænkur sem elska hesta. Þær mættu með gæðingana Þin frá Enni og Öglu frá Ási 2 á Stóðhestaveisluna en atriði þeirra er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Þær Una og Viktoría þjálfa marga hesta á dag, mæta á reiðnámskeið, smala berbakt, fara í hestaferðir og elska að fara hratt – indjánar eða kúrekar væri góð lýsing á þeim.

Viktoría Huld er 11 ára og þjálfar Þin sjálf. Hún mætir með hann í reiðtíma í hverri viku og ætlar sér langt með hann. Þinur verður í Ási 2 Ásahrepp í sumar. Una Björt er 12 ára og var knapi Sörla í barnaflokki 2023. Una Björt og Viktoría eru búnar að gera það mjög gott í keppni á Öglu frá Ási en þær hafa tamið hana saman frænkurnar frá því hún var 5 vetra.  Agla er undan Erró frá Ási 2 sem er brúnskjóttur með 10 fyrir prúðleika og er að gefa yndisleg falleg prúð og úrvals klárhross.
Erró er í eigu fjölskyldunar en það er hægt að halda undir hann í Ási 2. Því miður var hann sleginn illa eftir að hann var sýndur í kynbótadóm og hefur því miður ekki getað komið fram eftir það svo Agla var hans fulltrúi á Stóðhestaveislunni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar