„Er stolt af því að vera hluti af þessum hópi“

  • 23. janúar 2020
  • Sjónvarp
Viðtal við Ragnhildi Haraldsdóttur landsliðsknapa Íslands í hestaíþróttum

Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari í hestaíþróttum og Hekla Katharina Kristinsdóttir, þjálfari u-21 árs landsliðs Íslands, kynntu í dag landsliðshópa fyrir árið 2020. Með því að smella hér má sjá hópana í heild sinni.

Annar af tveimur nýliðum í hópnum er Ragnhildur Haraldsdóttir sem stóð sig ákaflega vel á keppnisbrautinni síðasta sumar.

Eiðfaxi tók Ragnhildi tali eftir að tilkynnt hafði verið um landsliðsvalið og spurði hana út í ýmislegt er tengist landsliðinu. Hún segir m.a. setja stefnuna á HM 2021 en að ef eitthvað skemmtilegt komi upp útiloki hún ekki að vera þátttakandi í Norðurlandamótinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar