Gullhafar dagsins á hringvellinum

  • 28. maí 2023
  • Fréttir

A úrslit T4 unglingaflokkur. Sigurvegari Elísabet Sigvaldadóttir

Niðurstöður úr a úrslitum dagsins á WR Íþróttamóti Geysis

Keppt var í nokkrum a úrslitum á WR Íþróttamóti Geysis í dag en mótinu lýkur á morgun á keppni í 100m. skeiði og restinni af a úrslitum.

Elísabet Sigvaldadóttir vann slaktaumatölt T4 í unglingaflokki á Öskju frá Garðabæ. Eik Elvarsdóttir vann fjórgang V2 í unglingaflokki á Heilun frá Holtabrún. Slaktaumatölt T2 í unglingaflokki vann Svandís Aitken Sævarsdóttir á Huld frá Arabæ og fimmgang F2 í sama flokki vann Lilja Dögg Ágústsdóttir á Hviðu frá Eldborg.

Margrét Halla Hansdóttir Löf vann fjórgang V2 2. flokki á Óskaneista frá Kópavogi og Svanhildur Jónsdóttir vann tölt T3 í 2. flokki á Takt frá Torfunesi. Fjórgang V2 í ungmennaflokki vann Karlotta Rún Júlíusdóttir á Orkubolta frá Laufhóli og Eyvör Vaka Guðmundsdóttir vann fjórgang í barnaflokki á Bragabót frá Bakkakoti.

Jafnar í 1. sæti í fjórgangi V2 í 1. flokki voru þær Vilborg Smáradóttir á Gná frá Hólateigi og Kristín Ingólfsdóttir á Ásvari frá Hraunhóli en eftir sætaröðun frá dómurum hlaut Vilborg 1. sætið.  Að lokum vann Jóhann Kristinn Ragnarsson fimmgang F2 í meistaraflokk á Spyrnu frá Bárubæ.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr öllum A úrslitum dagsins:

A-úrslit Slaktaumatölt T4 Unglingaflokkur
1. sæti Elísabet Sigvaldadóttir og Askja frá Garðabæ 6.67
2. sæti Anton Óskar Ólafsson og Gosi frá Reykjavík 5.67
3. sæti Bryndís Anna Gunnarsdóttir og Foringi frá Laxárholti 2 4.58
4. sæti Viktor Óli Helgason og Þór frá Selfossi 4.58

May be an image of 4 people and horse
A-úrslit F2 Ungmennaflokkur
1. Sæti Naemi Kestermann og Bera frá Leirubakka 4.5
2. Sæti Karlotta Rún Júlíusdóttir og Glóð frá Ólafshaga 4.38
3. Sæti Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Morgan frá Fornhaga II 3.86
May be an image of 7 people and horse

A-úrslit fimmgangur F2 Meistaraflokkur
1. sæti Jóhann Kristinn Ragnarsson og Spyrnir frá Bárubæ 6.67
2. sæti Þórdís Inga Pálsdóttir og Organisti frá Vakurstöðum 6.57
3. sæti Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Muggur hinn mikil 6.31
4. sæti Reynir Örn Pálmason og Salka frá Runnum 6.26
5. sæti Karen Konráðsdóttir og Trítla frá Árbæjarhjáleigu II 5.54
6. sæti Ólafur Þórisson og Sinfónía frá Miðkoti 5.02

May be an image of 7 people and horse

A-úrslit fimmgangur F2 Unglingaflokkur
1. sæti Lilja Dögg Ágústsdóttir og Hviða frá Eldborg 6.26
2. sæti Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Elsa frá Skógarási 6.10
3. sæti Camilla Dís Ívarsdóttir og Vordís frá Vatnsenda 5.81
4. sæti Þórhildur Lotta Kjartansdóttir og Esja frá Leirubakka 5.19
5. sæti Svandís Aitken Sævarsdóttir og Sævar frá Arabæ 5.10
6. sæti Vigdís Anna Hjaltadóttir og Hlíf frá Strandarhjáleigu 4.69

May be an image of 2 people and horse

A-úrslit slaktaumatölt T2 Unglingaflokkur
1. sæti Svandís Aitken Sævarsdóttir og Huld frá Arabæ 7.04

May be an image of 7 people and horse

A-úrslit tölt T3 2. flokkur
1. sæti Svanhildur Jónsdóttir og Taktur frá Torfunesi 6.17
2. sæti Berglind Ágústsdóttir og Framsýn frá Efra-Langholtsparti 6.06
3. sæti Jakobína Agnes Valsdóttir og Örk frá Sandhólaferju 6
4. sæti Sigurlín F Arnarsdóttir og Krúsilíus frá Herríðarhóli 5.56
5. sæti Malou Sika Jester Bertelsen og Tandri frá Breiðstöðum 5.5
6. sæti Oddný Lára Ólafsdóttir og Penni frá Kirkjuferjuhjáleigu 4.89

May be an image of 6 people and horse

A-úrslit Fjórgangur V2 1. flokkur
1. sæti Vilborg Smáradóttir og Gná frá Hólateigi 6.70
2. sæti Kristín Ingólfsdóttir og Ásvar frá Hraunhóli 6.70
3. sæti Soffía Sveinsdóttir og Skuggaprins frá Hamri 6.27
4. sæti Halldóra Anna Ómarsdóttir og Öfgi frá Káratanga 6.20
5. sæti Jessica Dahlgren og Krafla frá Vetleifsholti 5.93
6. sæti Sarah Maagaard Nielsen og Djörfung frá Miðkoti 5.80

May be an image of 7 people and horse

A-úrslit fjórgangur  V2 Barnaflokk
1. sæti Eyvör Vaka Guðmundsdóttir og Bragabót frá Bakkakoti 6.23
2. sæti Hákon Þór Kristinsson og Kolvin frá Langholtsparti 6.13
3. sæti Jakob Freyr Maagard Ólafsson og Sólbirta frá Miðkoti 5.57
4. sæti Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Adam frá Kjarnholtum I 4.2
5. sæti Fríða Hildur Steinarsdóttir og Villilogi frá Vatnsenda 4.1
6. sæti Viktoría Huld Hannesdóttir og Agla frá Ási 2 3.37

May be an image of 5 people and horse

A-úrslit fjórgangur fjórgangur V2 Ungmennaflokkur
1. sæti Karlotta Rún Júlíusdóttir og Orkubolti frá Laufhóli 6.43
2. sæti Jón Ársæll Bergmann og Djásn frá Arnbjörgum 6.07
3. sæti Benedicte Bekkvang og Kór frá Horni I 4.9
4. sæti Margrét Bergsdóttir og Kveldúlfur frá Heimahaga 4.67

May be an image of 6 people and horse

A-úrslit fjórgangur V2 2. flokkur
1. sæti Margrét Halla Hansdóttir Löf og Óskaneisti frá Kópavegi 6.2
2. sæti Kristján Gunnar Helgason og Dulur frá Dimmuborg 5.33
3. sæti Katharina Söe Olesen og Katla frá Þjóðólfshaga 2 5.17
4. sæti Oddný Lára Ólafsdóttir og Penni frá Kirkjuferjuhjáleigu 5.03
5. sæti Maya Anna Tax og Bára frá Grímsstöðum 3.9

May be an image of 7 people and horse

A-úrslit fjórgangur V2 Unglingaflokkur
1. sæti Eik Elvarsdóttir og Heilun frá Holtabrún 6.7
2. sæti Lilja Dögg Ágústsdóttir og Hraunar frá Litlu-Sandvík 6.57
3. sæti Elín Ósk Óskarsdóttir og Sara frá Lækjarbrekku 2 6.4
4. sæti Svandís Aitken Sævarsdóttir og Huld frá Arabæ 6.3
5. sæti Hildur María Jóhannesdóttir og Viðar frá Klauf 5.2
6. sæti Dagur Sigurðsson og Gróða frá Þjóðólfshaga 1

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar