Hæsta hæfileikaeinkunn ársins

  • 20. nóvember 2022
  • Fréttir

Ýmsar verðlaunaveitingar fara fram á ráðstefnu fagráðs í hrossarækt sem nú fer fram í veislusal Samskipahallarinnar í Spretti í Kópavogi.

Hans Þór Hilmarsson hlaut rétt í þessu viðurkenningu fyrir að vera sá knapi sem sýndi hest í hæstu hæfileikaeinkunn ársins áverkalausa.

Hann sýndi Sindra frá Hjarðartúni eftirminnilega á Landsmóti í sumar og hlaut hann þá 9,38 fyrir hæfileika og 8,99 í aðaleinkunn.

Eiðfaxi óskar Hans Þór og eigendum Sindra til hamingju með árangurinn.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar