Hæsta hæfileikaeinkunn ársins

  • 25. ágúst 2021
  • Fréttir

Valur Ásmundsson stendur við hlið Friggjar í verðlaunaafhendingu á Landssýningu. Knapi á henni er Viðar Ingólfsson sem sýndi hana þann dag.

Frigg frá Hólshúsum hlaut hæstu hæfileikaeinkunn ársins á Vorsýningu á Gaddstaðaflötum sýnd af Árna Birni Pálssyni.

Frigg hlaut 8,89 fyrir hæfileika og þar af einkunnina 9,0 fyrir sjö eiginileika en þeir eru tölt, brokk, skeið, samstarfsvilji, fegurð í reið, fet og hægt tölt. Frigg er 6.vetra gömul ræktuð af og í eigu Kolbrúnar Ingólfsdóttur, Vals Ásmundssonar og Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur. Fyrir sköpulag hlaut Frigg 8,34 og þar af 9,0 fyrir hófa.

Árni Björn sýndi Frigg í kynbótadómi. Hér á yfirlitssýningu á Hellu. Ljósmynd/Nicki Pfau

Alls hlutu 9 hross hér á landi 8,70 eða hærra fyrir hæfileika á árinu og þar voru 8 hryssur og 1 stóhestur. Þau hross má sjá hér fyrir neðan.

 

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
Frigg Hólshúsum Árni Björn Pálsson 8.34 8.89 8.7
Katla Hemlu II Árni Björn Pálsson 8.56 8.88 8.77
Silfurskotta Sauðanesi Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 8.38 8.88 8.71
Kamma Sauðárkróki Þórarinn Eymundsson 8.38 8.78 8.64
Gjöf Hofi á Höfðaströnd Þórarinn Eymundsson 8.04 8.75 8.5
Glampi Kjarrhólum Daníel Jónsson 8.59 8.72 8.68
Hávör Ragnheiðarstöðum Jakob Svavar Sigurðsson 8.2 8.72 8.54
Bylgja Barbara Wenzl 8.39 8.72 8.6
Þrá Prestsbæ Þórarinn Eymundsson 8.53 8.71 8.65

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<