Heiðurshöll, þróunarfé og íslenskur hestur til Afríku

  • 27. desember 2025
  • Fréttir
Annáll vetur 2025

Árið 2025 var viðburðarríkt ár á sviði hestamennskunnar. Næstu daga munum við birta örstutta annála og rifja upp tíðindi ársins.

Við byrjum á síðastliðnum vetri

Árið hófst á því að Sigurbjörn Bárðason var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Hann er fyrsti hestamaðurinn sem hlýtur þessa miklu viðurkenningu.

Eiðfaxi kynnti til leiks EiðfaxaTV, nýja streymisveitu undir merkjum Eiðfaxa með það að markmiði að Eiðfaxi haldi áfram að vera leiðandi fjölmiðill í Íslands hestaheiminun.

Það var mikið þrætt um hrossaskít og aukinn kostnað vegna losunar hans í byrjun árs.

Innanhús deildirnar og mótaraðirnar hófu göngu sína og krýndu meistara í lok tímabilsins. Áhugamannadeild Norðurlands bættist við úrvalið af deildum og þóttist taka vel til.

rannsókn, tengd doktorsverkefni Heiðrúnar Sigurðardóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands og Sænska landbúnaðarháskólann í Uppsölum, kastar ljósi á þróun erfðamengis íslenska hestsins.

Eiðfaxi færðir fréttir af því að skráðum eigendaskiptum hrossa fækkar. Sölu- og markaðsmál lágu þungt á hrossabændum þetta árið.

Landssamband hestamannafélaga fékk úthlutað rúmum 11 milljónum úr Afrekssjóði ÍSÍ en styrkurinn lækkaði á milli heimsmeistaramóts ára.

Almennir fundir í fundarröð stjórnar hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hrossaræktarinnar hófust í febrúar.

Íslandsmótum var úthlutað til næstu þriggja ára.

Dýraverndarsamband Íslands lýsti yfir áhyggjum af hávaða á sýningum með hross.

Áskell Heiðar Ásgeirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts á Hólum 2026.

Framkvæmdir hófust við nýja hesthúsabyggð á Kirkjubólseyrum á Norðfirði og er það byggingarfyrirtækið Nestak sem sér um framkvæmdina. Um er að ræða hesthús með tólf stíum í námunda við reiðhöllina á Norðfirði sem ber heitið Dalahöllin. Ekki þarf að tíunda um mikilvægi þessarar byggingar fyrir hestamennskuna á svæðinu og möguleika sem henni fylgja bæði.

Matvælaráðuneytið úthlutaði rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis á árinu 2024. Í fyrsta sinn var þróunarféi úthlutað til hrossaræktar og var það samtals 8.000.000 kr.

Fulltrúaþing FEIF fór fram í gegnum samskiptaforritið Zoom þann 28. janúar. þar sem m.a. var endurkjörin hluti stjórnar FEIF en einnig voru ákveðnar reglur varðandi kynbótasýningar og keppni endurbættar og útskýrðar. Gundula Sharmann varð nýr forseti FEIF.

Nýr leiðari fyrir dómara í gæðingalist var kynntur.

Sigurvilji, íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara, var frumsýnd laugardaginn 8. febrúar

Deildarfundir búgreina Bændasamtaka Íslands fóru fram í lok febrúar og var þar kosin ný stjórn deildar hrossabænda innan BÍ.

Landssamband hestamannafélaga endurvakti átak til þess að vekja athygli á samfélagi hestamanna í hestamannafélögunum og því góða starfi sem þar er unnið.

Í byrjun mars sagði forystufólk SIF af sér en samkvæmt heimildum Eiðfaxa var ósætti á meðal starfsfólks SIF vegna stjórnunarhátta og slæms andrúmslofts en það kom einnig fram í grein sem birtist á hestamiðlinum Ridsport.

Jóhann Rúnar Skúlason varð gjaldgengur í danska landsliðið og tók þátt fyrir hönd þeirra á Heimsmeistaramótinu í ágúst.

Erik Andersen frá Noregi er reiðkennari ársins 2024 hjá FEIF.

Ekki hafði það gerst áður í sögunni, svo vitað sé, að hestur af íslensku kyni væri fluttur alla leið til Afríku. En í mars á þessu ári var flogið með fyrsta íslenska hestinn til Tansaníu.

 

Mest lesnu fréttir vetrarins voru eftirfarandi:
  1. Hulinn hefur skipt um eigendur
  2. Hvernig horfi ég á Meistaradeildina í kvöld?
  3. Jói Skúla gjaldgengur með danska landsliðinu
  4. Íslenskur hestur til Tansaníu
  5. Ráslistinn klár fyrir fjórganginn
  6. Við kynnum til leiks – Eiðfaxa TV
  7. Meistaradeildin í opinni dagskrá í kvöld!
  8. „Ég elska að gefa af mér“
  9. „Hvað ég geri mun koma í ljós þegar nær dregur“
  10. „Mig er nú þegar búið að dreyma fyrir næsta gæðingi“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar