Landsmót 2024 Heilbrigðisskoðun keppnis- og kynbótahrossa á Landsmóti

  • 28. júní 2022
  • Fréttir
Hrossin skulu mæta til skoðunar allt að tveimur dögum fyrir hverja keppnisgrein /sýningu

Lögbundin heilbrigðisskoðun sýninga- og keppnishrossa á stórmótum verður framkvæmd fyrir eftirfarandi greinar á LM 2022:

  • Milliriðla í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga og ungmennaflokki
  • Úrslit í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga og ungmennaflokki
  • Forkeppni í F1, V1, T1 og T2
  • Úrslit í F1, V1, T1 og T2
  • Verðlaunaafhendingu kynbótahrossa

Hrossin skulu mæta til skoðunar allt að tveimur dögum fyrir hverja keppnisgrein /sýningu (sjá skipulag hér að neðan), með þeirri undantekningu að skoðun fyrir B úrslit gæðingakeppninnar (A-fl, B-fl og ungmennaflokk) fer fram að morgni keppnisdags (fimmtudags). Ennfremur skulu þeir stóðhestar sem fylgja feðrum sínum til heiðursverðlauna koma til skoðunar strax eftir það (laugardag kl 12:00).

Hrossin skulu mæta með múl en án ábreiðu. Mikilvægt er að aðeins ein manneskja fylgi hverjum hesti, knapi, eigandi eða aðstoðarmaður.

Heilbrigðisskoðunin felur í sér eftirfarandi atriði:

  • Skoðun á almennu ástandi (holdafari, eitlum, öndun auk líkamshita og hjartahljóða ef ástæða er til)
  • Skoðun á fremsta hluta munnsins. Tungan tekin til hliðar (án deyfingar)
  • Fætur þreifaðir og heltiskoðun (hreyfingar á feti og brokki á hörðu undirlagi)

Ef einhver eftirfarandi atriða finnast er hestur dæmdur „óhæfur til sýningar eða keppni” og fær ekki að fara inn á keppnisvöllinn:

  • Vansæld og/eða veikindi
    • Horaður (undir 2,5 í holdastigun), hiti, óeðlileg öndun og hjartahljóð, áberandi bólgnir eitlar, áberandi hósti og/eða mikil graftarkennd útferð úr nösum
  • Alvarlegir áverkar í munni
    • Sár í gegnum slímhúð í kinnum, munnvikum og tungu, stærri en 1 sm, eða aum og bólgin sár
    • Sár í gegnum slímhúð á tannlausa bilinu
    • Áberandi bólga og/eða eymsli á tannlausa bilinu og framan við fremsta jaxl Bólga tengd beinhimnu eða beini
    • Keðjusár í gegnum húð, stærri en 1 sm, eða aum og bólgin sár
  • Alvarlegir áverkar á fótum
    • Bólga og eymsli í sinum og/eða böndum (kvíslböndum, stuðningsböndum, liðböndum)
    • Bólga í sinaslíðri, beinhimnu, liðum og hófum tengd vægri helti
    • Alvarleg ágrip á fótum (sár í gegnum húð, 1 sm eða stærri)
    • Minni sár í gegnum húð með greinilegum eymslum og bólgu í vefjum undir húð, hófhvarfi eða hælþófum
    • Önnur stærri sár á húð
    • Alvarlegt múkk, umfangsmikið og/eða aumt Helti
  • Annað sem að mati dýralæknis mótsins eða dómnefndar gerir hross óhæft til sýningar eða keppni

Niðurstaða um að hestur sé „óhæfur til keppni“ er tilkynnt yfirdómara / sýningarstjóra. Hestur sem hefur verið dæmdur „óhæfur til keppni“ í einni grein má ekki keppa í neinu öðru né koma fram á nokkurri sýningu á sama móti.

Skoðunarplan

Dagur Tími Skoðun Fjöldi Fjöldi alls
Sunnudagur 3. júlí 11:30-12:30 Knapafundur    
  13:00-16:00 F1 forkeppni

20

 
  16:00:-19:00 T1 forkeppni

30

 
     

50

Mánudagur 4. júlí 09:00-12:00 V1 forkeppni

20

 
  13:00-16:00 T2 forkeppni

20

     

40

Þriðjudagur 5. júlí 08:00-18:00 B-fl milliriðlar

30

  08:00-18:00 Ungmenni milliriðlar

30

  08:00-18:00 A-fl milliriðlar

30

     

90

Miðvikudagur 6. júlí 09:00-10:00 T1 B úrslit

5

5

     

Fimmtudagur 7. júlí 08:00-12:00 B-fl B úrslit

6

  08:00-12:00 Ungmenni B úrslit

6

  08:00-12:00 A-fl B úrslit

6

  08:00-12:00 T2 A úrslit

5

  08:00-12:00 V1 A úrslit

5

  08:00-12:00 F1 A úrslit

5

  08:00-12:00 T1 A úrslit

5

  13:00-18:00 Kynbótahryssur

40

     

78

Föstudagur 8. júlí 09:00-12:00 Ungmenni A úrslit

6

  09:00-12:01 B-fl A úrslit

6

  09:00-12:02 A-fl A úrslit

6

  16:00-19:00 Stóðhestar verðlaun

25

 
     

43

Laugardagur 9. júlí 12:00-14:00 Stóðhestar verðlaun*

15

15

Samtals    

321

*Stóðhestar sem fylgja feðrum sínum til heiðursverðlauna

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar