Heimsókn að Pulu í Holtum

  • 27. september 2020
  • Sjónvarp

Þau Jóhann Kristinn Ragnarsson og Theodóra Þorvaldsdóttir eru með starfsemi að Pulu í Holtum. Þar reka þau tamningastöð, þjálfun hrossa, reiðkennslu, rekstrarþjálfun auk þess að stunda hrossarækt.

Jóhann og Theodóra hafa aðstöðu í hesthúsinu fyrir allt að 70 hross þó svo að venjulega séu um það bil þrjátíu hross í reiðþjálfun. Starfsmenn á búinu eru yfirleitt 3-4 og þá eru börnin þeirra þrjú einnig áhugasöm um hross.

Aðstaðan í Pulu er öll til fyrirmyndar en apríl síðastliðnum tóku nýja og glæsilega reiðhöll  í notkun.

Eiðfaxi var á ferðinni um daginn og staldraði við í Pulu þar sem Jói og Theodóra tóku á móti okkur og sögðu okkur meira frá starfseminni. Heimsóknina má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.

Facebook síða þeirra í Pulu er aðgengileg hér þar sem nálgast má frekari upplýsingum um starfsemina.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<