Hin hliðin – Mette Mannseth
Þá er komið að því að opinbera hina hliðina hjá hrossaræktandanum og reiðkennaranum, Mette Mannseth, en á hana var skorað af Lilju Pálmadóttur í síðustu viku, þegar hún sýndi á sér hina hliðina. Mette tók að sjálfsögðu þessari áskorun.
Fullt nafn: Mette Camilla Moe Mannseth
Gælunafn: Mette
Starf: Yfirreiðkennari við Háskólann á Hólum
Aldur: 45
Stjörnumerki: Hrútur
Hjúskaparstaða: Sambúð
Uppáhalds drykkur: Drekk allavega mest kaffi
Uppáhalds matur: Salat
Uppáhalds matsölustaður: Strikið, Akureyri
Hvernig bíl áttu: Gráan tvinnbíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: „Einu sinni var“
Uppáhalds tónlistarmaður: Ian Gillian, Deep Purple.
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber…get ekki valið má bara taka tvennt?
Þín fyrirmynd: Mamma og Pabbi.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Gísli, í borðspili. Hjálpar öðrum svo þeir tapi ekki.
Sætasti sigurinn: Íslandsmót 2010 í fjórgang með Happadís frá Stangarholti.
Mestu vonbrigðin: Velti mér ekki uppúr því.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Hef engan áhuga á að sjá fólk í boltaleik.
Uppáhalds lið í enska boltanum: Sjá ofar.
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Hnokki frá Þúfum, mjög gaman að eiga hann vildi ekki skipta hann út fyrir neinn annan.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Gísli Gíslason er mjög laginn.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Tek lítið eftir útliti fólks, met það þar af síður.
Besti knapi frá upphafi: Bestur fyrir hvern, hestinn, íþróttina, hestamennskuna? Besti íslenski afreksknapinn hlýtur að vera Sigurbjörn Bárðarson, búinn að vera á toppnum ótrúlega oft og lengi og er enn.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Held kannski að Trymbill frá Stóra-Ási hefur gefið manni bestu upplifun af samspili manns og hests.
Uppáhalds staður á Íslandi: Þar sem ekki sést til fólks eða mannvirkja.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Les skáldsögu.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Eiginlega ekki.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Þýsku.
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íþróttum.
Vandræðalegasta augnablik: Geri ekki upp milli barnanna minna.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Líney á Tunguhálsi mundi sjá um að kalla á hjálp, Agnar Þór til að passa að engum leiðist og myndi byggja eitthvað handa okkur til að komast í burtu. Gísla væri örugglega gott að hafa með sér líka.
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Geðveikislega hrædd við hákarla, stunda samt köfun.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Líklega Þórarinn Eymundsson, kemur sífellt á óvart.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Bara ein spurning? Mundi spyrja einhvern sem er dáinn; hvað gerist svo?