Knapar og kynbótahross ársins hjá Geysi

  • 29. nóvember 2022
  • Fréttir
Uppskeruhátíð Geysis fór fram laugardaginn 19. nóvember á Hvolnum, Hvolsvelli.

Á uppskeruhátíð Geysis voru verðlaunuð knapar ársins, kynbótahross ársins og sjálfboðaliðar ársins.

„Tímabil Geysis er sérstakt fyrir þær sakir að á félagssvæðinu okkar voru haldnir tveir stærstu viðburðir ársins, Landsmót og Íslandsmót. Það hefði okkur ekki tekist án okkar frábæru sjálfboðaliða sem tóku þátt í að láta þetta verða að veruleika,“ kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Geysisfólk stóð sig vel á keppnisvellinum á liðnu ári, en í röðum félagsins eru Íslandsmeistarar og Landsmótsmeistarar og hlakkar félagsmönnum mikið til komandi tímabils.

Formaður síðustu 12 ára, Ólafur Þórisson, hélt tölu og þar kom fram að hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. „Ólafur hefur sinnt formennsku sinni af alúð og með hag geysismanna fyrir brjósti. Það verður missir af honum en við erum virkilega þakklát fyrir allt það sem hann hefur lagt fram til félagsins og erum bjartsýn á að við munum geta notið krafta hans eitthvað í framtíðinni. Takk Ólafur fyrir ómælt framlag þitt til Geysis og gangi þér vel í þeim verkefnum sem koma til með að taka við,“ segir í tilkynningunni

Verðlaunahafar eru eftirfarandi:

 

KNAPI ÁRSINS
Sigurður Sigurðarson

 

MJÖLNISBIKARINN (hæsta tölteinkunn)
Leó Geir Arnarson
Matthildur frá Reykjavík, einkunn 8.23

 

SKEIÐSKÁLIN
Auðunn Kristjánsson

 

UNGMENNI GEYSIS 2022
Kristján Árni Birgisson

 

HEIMAHAGABIKARINN (áhugamaður)
Halldóra Anna Ómarsdóttir

 

ÍÞRÓTTAKNAPI GEYSIS
Sara Sigurbjörnsdóttir

 

GÆÐINGAKNAPI
Sigurður Sigurðarson

 

ÍSLANDSMEISTARAR 2022
Elvar Þormarsson í Gæðingaskeiði
Sara Sigurbjörnsdóttir í Fimmgangi

 

KEPPNISHESTABÚ
Strandarhjáleiga

 

RÆKTUNARBÚ
Hjarðartún

 

Efstu Kynbótahross ræktuð af Geysisfélaga.

4 vetra hryssa
Herdís frá Rauðalæk
H: 8.28 B: 8.43 aðaleink 8.33
Ræktendur Pabbastrákur ehf(Guðmundur Björgvinsson og Eva Dyröy)

 

5 vetra hryssa
Hildur frá Fákshólum
H: 8.53 B: 8.67 aðaleink 8.58
Ræktandi Jakob Svavar Sigurðsson

6 vetra hryssa
Ásdís frá Árbæ
H: 8.47 B: 8.31 aðaleink 8.42
Ræktendur Vigdís Þórarinsdóttir og Gunnar Andrés Jóhannsson

 

7 vetra og eldri hryssa
Þyrnirós frá Rauðalæk
H: 8.62 B: 8.76 aðaleink 8.67
Ræktendur Pabbastrákur ehf (Guðmundur Björgvinsson og Eva Dyröy)

 

4 vetra stóðhestur
Glaður frá Hemlu II
H: 8.00 B: 8.74 aðaleink 8.26
Ræktendur Vignir Siggeirsson og Lovísa Herborg Ragnarsdóttir

 

5 vetra stóðhestur
Geisli frá Árbær
H: 8.35 B: 8.66 aðaleink 8.46
Ræktendur Vigdís Þórarinsdóttir og Gunnar Andrés Jóhannsson

 

6 vetra stóðhestur
Sólfaxi frá Herríðarhóli
H: 8.41 B: 8.69 aðlaeink 8.51
Ræktandi Ólafur Arnar Jónsson

 

7 vetra og eldri stóðhestur
Sindri frá Hjarðartúni
H: 9.38 B: 8.28 aðaleink 8.99
Ræktandi Óskar Eyjólfsson

 

Efstu kynbótahross sem eru ræktuð og í eigu sama einstaklings þegar þau eru
sýnd.

HRYSSUBIKARINN
Þyrnirós frá Rauðalæk
H: 8.62 B: 8.76 aðaleink 8.67
Ræktendur og eigendur Pabbastrákur ehf (Guðmundur Björgvinsson og Eva Dyröy)

 

STÓÐHESTABIKARINN
Nemó frá Efra-hvoli
H: 8.42 B: 8.59 aðaleink 8.48
Ræktandi og eigandi Lena Zielinski

 

SJÁLFBOÐALIÐAR 2022
Reiðveganefnd. Kristín Bjarnadóttir, Marteinn Hjaltested, Þröstur Sigurðsson og Guðmundur Ólafsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar