Kosning hafin hjá FEIF um þjálfara/reiðkennara ársins 2020

  • 13. janúar 2021
  • Fréttir

Kosning er nú hafin hjá FEIF um það hvaða einstaklingur hljóti titilinn þjálfari/reiðkennari ársins 2020. Alls eru sex þjálfarar og reiðkennarar tilnefndir. Þeir eru:

  • Eva Barmettler – Sviss
  • Carrie Lyons Brandt – Bandaríkjunum
  • Ísólfur Líndal Þórisson – Íslandi
  • Lene Warming – Danmörku
  • Malin Schön – Svíþjóð
  • Svenja Braun – Þýskaland

Hægt er að greiða atkvæði með því að skrá sig inn á vefsvæði FEIF og er kosning opin til og með 17. janúar nk. Tilkynnt verður um sigurvegara kosningarinnar þann 13. febrúar nk. í tengslum við fulltrúafund FEIF sem haldinn verður rafrænt þann sama dag.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<