Kveikur hefur fyljað hátt í 170 hryssur

  • 29. september 2021
  • Fréttir

Kveik frá Stangarlæk 1 þekkja flestir hestamenn en hann skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti árið 2018 þar sem hann varð annar í flokki sex vetra stóðhesta og hlaut m.a. einkunnina 10,0 fyrir tölt og vilja og geðslag.

Kveikur flutti til Danmerkur í lok árs 2020 og hefur verið notaður til undaneldis þarlendis í allt sumar og hefur hann einungis verið í sæðingum. Eigendur Kveiks eru þau Gitte og Flemming Fast en þau eiga og reka nýstofaðan búgarð, Lindholm Hoje, og eru þar með starfræka EU vottaða sæðingarstöð sem er sú fyrsta af sinni tegundu fyrir íslenska hesta.

Eins og staðan er í dag er Kveikur með 135 staðfestar fengar hryssur í WorldFeng en í samtali við eigendur hans sögðu þau að fengnar hryssurnar væru orðnar 168 talsins nú þegar og enn sé svolítið eftir af sæðingartímabilinu. Það er WorldFengur í Danmerkur sem sér um að skrá inn fyljunarvottorð og því er ekki enn búið að setja inn allar hryssurnar.

Verð fyrir fengnar hryssur er u.þ.b. 17.350 ddk + VAT eða u.þ.b 350.000 ísl.kr. án vsk. Einnig er möguleiki að fá sæðið sent til sín en það kostar 16.100 ddk + VAT eða u.þ.b. 328.000 ísl.kr án vsk.

Kveikur á nú þegar skráð 218 afkvæmi í WorldFeng en hér fyrir neðan er hægt að sjá fjölda afkvæma eftir ártali.

Ár

Fjöldi afkvæma samkv. WF

2015

4

2016

2

2017

3

2018

12

2019

96

2020

65

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar