Landsmót, heimsmet og Norðurlandamót
Landsmót hestamanna var haldið með pomp og prakt. Veðrið lék við landsmótsgesti en talið er að um 10.000 manns hafi sótt mótið. Keppt var í öllum íþróttagreinum á mótinu en góð samantekt frá mótinu er í Eiðfaxa sumar.
Norðurlanda þjóðir fór að undirbúa þátttöku á Norðurlandamótinu sem haldið var í Herning í byrjun ágúst.
Um miðjan mánuðinn var opnað fyrir skráningar á síðsumarssýningar.
Um miðjan mánuðinn fór fram Íslandsmót barna og unglinga á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ en Eiðfaxi sýnd beint frá mótinu. Á sunnudeginum afhenti Eiðfaxi Einstökum börnum styrkinn sem safnaðist á Stóðhestaveislunni.
Í lok júlí fór fram Íslandsmót fullorðinna og ungmenna á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. 14 ungmenni kepptu fyrir Íslands hönd á mótinu en þrír fullorðnir. Enginn útflutningur á hestum frá Íslandi frá 12. júlí fram í miðjan ágúst setti strik í reikninginn.
Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II settu heimsmet í 150 m. skeiði á Íslandsmóti fullorðna. Tíminn var 13,46 sek. en fyrrum heimsmet var 13,47 sek.
Sex knapar tóku þátt fyrir Íslands hönd á FEIF Youth Cup í Sviss. Bjarndís Rut Ragnarsdóttir (Ísland) vann tvær greinar, tölt T3 og fjórgang V2, á Gormi frá Herríðarhóli og hlaut hún einnig fjaðurverðlaunin (e. feather prize) fyrir góða reiðmennsku.
Kveikur frá Stangarlæk var felldur í byrjun ágúst, 12. vetra gamall en hann veiktist af hrossasótt.
Norðurlandamótið fór fram í Herning dagana 8. til 11. ágúst. Íslendingar unnu þar fjögur gull.
Áhugamannamót Íslands fór fram í byrjun ágúst á Æðarodda, félagssvæði Dreyra en þátttaka var dræm á mótinu.
Eiðfaxi TV sýndi beint frá skeiðleikum Skeiðfélagsins og frá WR Suðurlandsmótinu á Hellu.
Unn Kroghen og Skúli Steinsson kvöddu þennan heim í ágúst.
Þorvaldur Árnason hélt áhugaverðan fyrirlestur um þjálfun afrekshrossa. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni á Eiðfaxa.
Hópurinn af vísindamönnum frá Háskólanum á Hólum og Háskólanum í Zürich í Sviss rannsakaði endurheimt íslenskra hrossa í kappreiðum. Verkefninu er stýrt af þeim Guðrúnu Jóhönnu Stefánsdóttur og Michael Weishaupt.
Í september fór fram spennandi frumraun íslenska hestsins á „Turnier der Sieger“ (Mót meistaranna) við höllina í Münster í Mið-Þýskalandi. Þar heilluðu íslensku hestarnir áhorfendur í Münster.
Landsmótssigurvegarinn Húni frá Ragnheiðarstöðum flaug af landi brott í september.
Eins og venja er var nýtt kynbótamat reiknað og birt í WorldFeng í september. Þar kom í ljós að 14 hryssur á Íslandi hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár og voru þrjár efstu allar frá Auðsholtshjáleigu.
Ný hestavöruverslun var opnuð þar sem fólk getur keypt og selt notaðar hestavörur.
Greint var frá því að kynbótaknapi ársins yrði ekki verðlaunaður.
Gefin var út dagskrá Heimsmeistaramótsins í Sviss.
Eiðfaxi Sumar kom út
Yngri kynslóðin fékk gott pláss í blaðinu en þar var að finna fjögur viðtöl við framtíðarstjörnur þessa lands. Landsmót hestamanna tók mikið pláss enda stærsti viðburður Íslands hestamennskunnar þetta árið.
Mest lesnu fréttir á vefnum voru eftirfarandi:
- Kveikur frá Stangarlæk fallinn
- Unn Kroghen látin
- Skúli Steinsson er fallinn frá
- „Á ég bara að vera sópa ganginn eða?“
- „Ég bara elska hann“
- Til minningar um Unn Kroghen
- „Rosalega gaman í reiðtúr á honum“
- „Klaufaskapur, ekkert meira um það að segja“
- „Ég hélt ég ætti ekki roð í þau“
- Efnaskiptafaraldur ógnar velferð íslenska hrossastofnsins