Landsþing LH í október
Landsþing Landssambands hestamanna fer fram dagana 25.-26. október en frá þessu er greint á vefsíðu LH.
Þingið fer að þessu sinni fram í Hjálmakletti, menningarhúsi í Borgarfjarðar. Það er hestamannafélagið Borgfirðingur sem er gestgjafinn að þessu sinni og þakkar LH framtakið.
Landsþing LH er haldið annað hvert ár og fer með æðsta vald í málefnum LH. Þingið sitja fulltrúar frá hestamannafélögum í landinu. Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn LH minnst 4 vikum fyrir þingið eða fyrir miðnætti 26. september.
Fulltrúafjöldi fer eftir félagatölu hvers hestamannafélags sem hér segir: Félög með færri en 75 félagsmenn fá einn fulltrúa, félög með 76-150 félagsmenn fá tvo fulltrúa, félög með 151-225 félagsmenn fá þrjá fulltrúa o.s.frv.
Aðeins sá sem er í hestamannafélagi er kjörgengur fulltrúi viðkomandi aðildarfélags á landsþingi LH. Það er jafnframt skilyrði fyrir kjörgengi að viðkomandi hestamannafélag sé í skilum með gjöld til LH.
Allar breytingartillögur á keppnisreglum skulu berast keppnisnefnd LH og laganefnd LH eigi síðar en 1. september á landsþingsári. Tillögurnar skulu sendar skrifstofu LH sem aftur kemur þeim á viðkomandi nefndir og bókar móttökudag þeirra. Keppnisnefnd og laganefnd skulu fara yfir tillögurnar, kosti þeirra og galla og veita umsögn sína um þær, séu þær þingtækar. Skal sú umsögn fylgja tillögunum inn á landsþing. Við meðferð tillagnanna afla nefndirnar sér þeirra upplýsinga sem þarf, kalla til aðila og veita síðan vandaða umsögn um tillöguna.
Lög landsþings eru að finna hér: Landsþing | Landssamband hestamannafélaga
Hótel Vesturland, er staðsett rétt við fundarstaðinn og verða tilboð í boði á gistingu þar.