Liðakynning Uppsveitadeildarinnar

  • 10. janúar 2023
  • Fréttir
Næsta lið sem deildin kynnir til leiks er lið Fóðurblöndunnar

Uppsveitadeildin verður á sýnum stað í vetur í reiðhöllinni á Flúðum. Fyrsta keppniskvöldið er 10. febrúar en keppt verður í fjórgangi. Mótin eru með ca. mánaðar millibili en næst er keppt í fimmgangi 10. mars og lokamótið er 14. apríl en þá er keppt í skeiði og tölti.

Stjórn Uppsveitadeildarinnar er byrjað að kynna liðin sem keppa í deildinni í vetur. Næsta lið sem þau kynna til leiks í Uppsveitadeildinni 2023 er lið Fóðurblöndunnar sem er samansafn af gömlum og upprennandi stjörnum.

Liðsmenn eru:

Ragnheiður Hallgrímsdóttir, liðsstjóri. Ragnheiði þarf ekki að kynna í Uppsveitunum enda er hún ókrýnd drottning þess landsvæðis. Kúa- og hrossabóndi, móðir og meistari.

 

Eva María Aradóttir er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum að Hólum. Hún er í fullu starfi við að móta gæðinga á Stangarlæk við góðan orðstír, og það kemur ekki á óvart, enda er hún að norðan eins og allt sem gott er.

 

Ísleifur Jónasson er reiðkennari og Oddviti í Ásahrepp, en hann mun samt engu ráða í þessu liði. Hann fékk bara að vera með af því að hann er svo skemmtilegur og vel ríðandi.

 

Bergrún Ingólfsdóttir er auðvitað í fullri vinnu við að vera sæt og skemmtileg, þjálfar hross og kennir reiðmennsku sem aukastarf. Ráðin sem liðsmaður til að auka á fagmennsku.

 

Rósa Birna Þorvaldsdóttir er þekktust fyrir að vera frekjudós, en starfar við tamningar og reiðkennslu. Hún er liðsmaður af gömlum vana.

 

Þór Jónsteinsson er verðandi sauðfjár- og óðalsbóndi í Ölfusi. Þangað til starfar hann við tamningar, en hans aðal starf er meðal annars að hemja óhemju- og frekjugang.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar