Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum Liðakynning Vesturlandsdeildarinnar – Team Hestbak

  • 27. janúar 2023
  • Tilkynning
Þriðja liðið sem við kynnum til leiks er Team Hestbak 🙂
Liðsmenn eru:
Guðmundur Margeir Skúlason, liðsstjóri:
Hann býr í Hallkelsstaðahlíð þar sem hann stundar tamningar, þjálfun og kennslu ásamt fjölskyldu sinni. Guðmundur er menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla.
Eveliina:
Hún er frá Finnlandi, hefur búið og starfað hér á Íslandi síðustu ár. Eigandi og stofnandi Hestbak, sérhæfð í mátun hnakka “saddle fitter” og býður upp á þá þjónustu. Einnig starfar hún við þjálfun hrossa á Selfossi.
Axel Örn:
Menntaður þjálfari og reiðkennari frá Hólaskóla og búfræðingur frá LBHÍ. Búsettur í Dallandi í Mosfellsbæ og starfar þar við tamningar og þjálfun.
Hörður Óli:
Býr í Gröf í Vestur Húnavatnssýslu þar sem hann stunda tamningar, þjálfun og reiðkennslu. Er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Hólaskóla.
Líney María Hjálmarsdóttir:
Bóndi á Tunguhálsi 2 í Skagafirði. Menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar