Meistaradeild Ungmenna 2025

Opinn fundur um Meistaradeild Ungmenna var haldinn á Ingólfshvoli 10.sept 2024 og tókst mjög vel. Góð mæting var og fullt af nýjum andlitum ásamt keppendum frá liðunu keppnistímabili.
Meistaradeild Ungmenna verður í Ingólfshvoli og verður keppnisfyrirkomulag með mjög svipuðu sniði og á liðnu tímabili. Þrjú föstudagskvöld og tveir laugardagar. Verið er að festa dagsetningar og fleiri atriði varðandi deildina næstu daga.
Skráning er hafin og eiga lið að senda tölvupóst á meistaradeildungmenna@gmail.com þær upplýsingar sem þurfa að koma fram er fullt nafn liðsmanna en þeir þurfa að vera fjórir talsins.
Skráningu lýkur 27.okt 2024
Keppnisgreinar eru
– fjórgangur V1
– fimmgangur F1
– tölt T1
– slaktaumatölt T2
– Gæðingalist 2.stig
– skeið í gegnum höllina
Ef einhver langar að taka þátt í deildinni en er ekki komin í lið getur einnig sent inn og getum við hjálpað til við að koma upplýsingum milli einstaklinga eða ef lið vantar einn liðsmann. Ekki er það þó á ábyrgð deildarinnar að fylla lið ef vantar liðsmann eða finna lið fyrir þá einstaklinga sem senda inn án þess að vera komin í lið. En upplýsingaflæði getum við hjálpað með.
Ef einhverjir einstaklingar langar að taka þátt í þessu stórkostlega verkefni með okkur þá endilega sendið okkur línu á meistaradeildungmenna@gmail.com og við getum nýtt alla þá krafta sem okkur berast. Einnig ef þið vitið um einhverja sem geta hjálpa okkur við að framkvæma deildinna.
stjórnin