Myndbönd frá Sweden International Horse Show

  • 28. nóvember 2022
  • Fréttir

Mynd: Eyja.net

Samantekt frá fimmtu- og föstudeginum

Um helgina fór fram The Swedish International Horseshow í Stokkhólmi. Viðburðurinn er búin að skipa sér fastan sess í vetrardagskránni hjá mörgum enda frábær viðburður þar sem knapar og hestar frá ýmsum greinum alþjóðlegra hestaíþrótta koma og etja kappi saman.

Hér fyrir neðan eru myndbrot frá sýningunni, samantekt frá hverjum degi, í boði Eyja.net.

Á fimmtudaginn, áður en jólasýningin og fyrstu dressúr og hindrunarstökks hestarnir létu ljós sitt skína, var hægt að horfa á upphitun fyrir töltkeppnina á íslenska hestinum. Þátttakendur voru frá fjórum löndum og höfðu þeir tækifæri á að sýna hrossunum völlinni í þeim aðstæðum sem þeir áttu eftir að keppa í. Dómarar (Hinrik Már Jónsson, Anne Fornstedt, Peter Häggberg, Pia Andréasson and Johan Häggberg) voru meira segja mættir inn í hringinn þó að hin eiginlega keppni færi fram á föstudeginum. Þá með fulla stúku af áhorfendum og í beinni útsendingu í sænsku sjónvarpi.

Gefnar voru einkunnir og voru þau Maria Berg og Toppur frá Auðsholtshjáleigu á toppnum eftir upphitunina með 8,23. Rétt á eftir henni var Julie Christiansen á Kveik frá Stangarlæk sem var að stíga sín fyrstu skref í töltkeppni á meginlandinu. Þau hlutu 8,00 í einkunn og þriðji var Vignir Jónasson á Eyvindi frá Eyvindarmúla með 7,93.

Hér fyrir neðan er smá samantekt frá fimmtudeginum, í boði Eyja.net

 

Lokaúrslit í töltkeppninni fór fram á föstudagskvöldinu. Dennis Hedebo Johansen frá Danmörku á Muna fra Bendstrup sigraði Julie Christiansen á Kveik frá Stangarlæk og Maria Berg á Toppi frá Auðsholtshjáleigu en þær deildu öðru sætinu. Vel heppnaðar sýningar hjá þeim.

Í þessari samantekt hér fyrir neðan frá Eyja.net sjáum við myndbönd tekin baksviðs frá sýningunni. Einnig er sýnt frá töltkeppninni en þú munt einnig sjá frá öðrum greinum ens og hindrunarstökki, dressúr, parafimi o.fl.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar