Ræktun 2013 – Gummi og Eva kvöddu Ingólfshvol

  • 20. október 2020
  • Sjónvarp

Á Ræktun 2013 voru mörg frábær atriði eins og vanalega á reiðhallarsýningum sem þessum. Þau Guðmundur Björgvinsson og Eva Dyröy voru þá að hætta störfum sem staðarhaldarar á Ingólfshvoli en þar höfðu þau starfað frá árinu 2010 til 2013, þau komu saman á reiðhallargólfið þar sem þeim var veittur blómvöndur fyrir þeirra starf.

Það var í nógu að snúast hjá þeim á þessum tíma með mikið af hrossum í þjálfun og tamningu og eins og þau sögðu sjálf að það voru þetta yndislegir tímar.

Á myndbandinu, sem skoða má hér fyrir ofan, eru þau feiknarlega vel ríðandi Guðmundur situr á Hrímni frá Ósi og Eva er á Sjóði frá Kirkjubæ, sjón er sögu ríkari.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar