Landsmót 2024 Sigurvegarar A flokks frá upphafi

  • 28. júní 2022
  • Fréttir

Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason unnu a flokkinn á síðasta Landsmóti í Reykjavík árið 2018.

Minna en vika í Landsmótið á Hellu

Nú er minna en vika í að Landsmót hefjist á Hellu en þetta verður 24. landsmótið sem hefur verið haldið og það fimmta á Hellu.

Á fyrstu Landsmótunum var dagskrá og keppnisgreinar mjög svipaðar. Kynbótasýningar og kappreiðar voru í forgrunni en einnig var keppt í góðhestakeppni. Það var í fyrsta sinn á Landsmótinu 1970 sem keppt var í tveimur flokkum; a flokki og b flokki.

Hér fyrir neðan er listi yfir alla þá hesta sem hafa sigrað A flokkinn á Landsmóti frá upphafi en fyrstur til að vinna var Blær frá Langholtskoti, knapi Hermann Sigurðsson. Blær og Hermann höfðu einnig sigrað góðhestakeppnina á LM1966.

 

Hafsteinn frá Vakurstöðum og Teitur Árnason unnu a flokkinn á síðasta Landsmóti með einkunnina 9,09. Eyrún Ýr Pálsdóttir er eina konan sem hefur unnið a flokkinn á Landsmóti en hún sat Hrannar frá Flugumýri II og unnu þau a flokkinn á LM 2016 á Hólum með 9,16 í einkunn.

Spuni frá Vesturkoti og Þórarinn Ragnarsson hafa hlotið hæstu einkunn sem gefin hefur verið í úrslitum í a flokki á Landsmóti en þeir unnu með 9,30 í einkunn. Geisli frá Sælukoti og knapi hans Steingrímur Sigurðsson eru þeir einu sem hafa unnið a flokkinn oftar en einu sinni en þeir sigruðu fyrst árið 2004 á Hellu og síðan árið 2006 á Vindheimamelum.

Þeir hestar sem hafa unnið A flokkinn á Hellu eru Spuni frá Vesturkoti (2014), Aris frá Akureyri (2008), Geisli frá Sælukoti (2004), Dalvar frá Hrappsstöðum (1994) og Júní frá Syðri-Gróf (1986). Það verður spennandi að sjá hver bætist í hópinn að móti loknu.

Sigurvegarar A flokks á Landsmóti frá upphafi

Ár Staðsetning Hestur Knapi Einkunn
2018 Reykjavík Hafsteinn frá Vakurstöðum Teitur Árnason 9,09
2016 Hólar í Hjaltadal Hrannar frá Flugumýri II Eyrún Ýr Pálsdóttir 9,16
2014 Hella Spuni frá Vesturkoti Þórarinn Ragnarsson 9,30
2012 Reykjavík Fróði frá Staðartungu Sigurður Sigurðarson 8,94
2011 Vindheimamelar Ómur frá Kvistum Hinrik Bragason 8,98
2008 Hella Aris frá Akureyri Árni Björn Pálsson 8,86
2006 Vindheimamelar Geisli frá Sælukoti Steingrímur Sigurðsson 9,17
2004 Hella Geisli frá Sælukoti Steingrímur Sigurðsson
2002 Vindheimamelar Adam frá Ásmundarstöðum Logi Þór Laxdal 8,96
2000 Reykjavík Ormur frá Dallandi Atli Guðmundsson 9,22
1998 Melgerðismelar Galsi frá Sauðárkróki Baldvin Ari Guðlaugsson 8,81
1994 Hella Dalvar frá Hrappsstöðum Daníel Jónsson 8,75
1990 Vindheimamelar Muni frá Ketilsstöðum Trausti Þór Guðmundsson 9,26
1986 Hella Júní frá Syðri-Gróf Einar Öder Magnússon 8,60
1982 Vindheimamelar Eldjárn frá Hvassafelli Albert Jónsson 8,67
1978 Skógarhólar Skúmur frá Stórulág Sigfinnur Pálsson 8,94
1974 Vindheimamelar Núpur frá Kirkjubæ Sigurfinnur Þorsteinsson 9,24
1970 Skógarhólar Blær frá Langholtskoti Hermann Sigurðsson 8,78

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar