Smit á kynbótasýningu

  • 27. júlí 2021
  • Fréttir
Kynbótadómarar að störfum

Kynbótadómarar að störfum

Hestamenn sem sóttu kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum við Hellu sem fram fór í síðustu viku hafa greinst með Covid-19 en fréttamaður Eiðfaxa hefur fengið það staðfest að a.m.k. þrír aðilar sem þar voru staddir séu með jákvæða niðurstöðu úr Covid prófi. Ekki hefur að svo stöddu þótt ástæða til að breyta framkvæmd kynbótasýningu hrossa sem nú fer fram á Hellu.

Þetta er í fyrsta skipti sem fréttist af því að Covid-19 smit tengist viðburði hestamanna. Fólk er hvatt til að vera vakandi fyrir eigin heilsu, huga að sóttvörnum og fara í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar