Þá mun vorið vakna

  • 31. mars 2020
  • Fréttir

Hækkandi sól síðustu daga boðar það að vorið sé á næsta leyti. Skemmtileg frétt barst frá Svíþjóð um það að þeim Inga og Ingar Jensen, sem íslendingar þekkja vel fyrir ræktun sína að Prestsbæ hér á landi, hefði fæðst folald síðastliðna nótt.

Folaldið er snemma á ferðinni og er það undan 1.verðlauna hryssunni Þilju frá Prestsbæ en sú er undan Þoku frá Hólum og Keili frá Miðsitju. Faðir þess er Hróður frá Gröna Gangen sem er hátt dæmdur 1.verðlauna stóðhestur undan Arði frá Brautarholti og Hrímu frá Hofi. Kilja kastaði innandyra þar sem hitastigið var -10 gráður yfir nóttina en hún fór út ásamt folaldinu strax morgunin eftir.

Í samtali við ræktendur folaldsins segja þau að folaldið sé snemma á ferðinni vegna þess að móðir þess var geld síðasta ár og því byrjuðu þau að halda henni snemma til að tryggja það að koma í hana folaldi.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar