,,Það var góður skóli“

  • 24. nóvember 2020
  • Sjónvarp

Eins og Eiðfaxi sagði frá í gær að þá var Ingimar Ingimarsson sæmdur gullmerki LH um síðastliðna helgi. Blaðamaður Eiðfaxa var viðstaddur merkisveitinguna og tók hann upp þegar Lárus Ástmar Hannesson veitti Ingimari merkið og einnig þakkarorð Ingimars.

Í þakkarorðum sínum sagði Ingimar m.a. að það væri gaman að taka við verðlaununum á Hólum þar sem hann hafði starfað um langan tíma sem reiðkennari. Þá minntist hann tveggja merkra manna sem nú eru farnir og hann starfaði með í félagsmálum en þetta eru þeir Einar E. Gíslason á Syðra-Skörðugili og Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki.

Horfa má á merkisveitinguna og þakkarorð Ingimars í myndbandsspilaranum hér að ofan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar