Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Finnbogi Geirsson

  • 27. nóvember 2020
  • Fréttir
Tíunda umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í kvöld.

Þá er komið að níundu umferð Tippara vikunnar í boði Sport og Grill Smáralind.

Í síðustu umferð var það Ragnhildur Loftsdóttir sem var með sex rétta.

 

Tippari vikunnar er Finnbogi Geirsson

Finnbogi Geirsson er hrossaræktandi á Fornusöndum undir Eyjafjöllum, en frægastur er hann þó fyrir það að vera forstjóri Stjörnublikks í Kópavogi og eigandi hins sigursæla Stjörnublikksliðs í Equsanadeildinni. Finnbogi er mikill fótbolta aðdáandi og liðið hans Chelsea er að hans sögn á góðum stað hjá Lampard og allar líkur á að þeir verði meistarar í vor.

Hér að neðan er spá Finnboga fyrir leiki helgarinnar.

 

 

Crystal Palace 1-0 Newcastle United föstudag kl 20:00
Zaha lausir Palace menn klára Steve Bruce og félaga, þökk sé Chelsea manninum Batshuyi í frekar bragðdaufum fótboltaleik.

Brighton & Hove Albion 2-0 Liverpool laugardag kl 12:30
Ófarir Liverpool halda áfram eftir 2-0 tap á heimavelli á móti Atalanta. Brighton siglir þessu þæginlega.

Manchester City 2-0 Burnley laugardag kl 15:00
De Bruyne og Sterling með mörkin.

Everton 3-2 Leeds United laugardag kl 17:30
Besta lið Liverpool um þessar mundir klára Leeds á heimavelli í markaleik. Gylfi með sigurmark inn af bekknum.

West Bromwich Albion 0-1 Sheffield United laugardag kl 20:00
Útisigur í leiðinlegasta leik helgarinnar.

Southampton 2-2 Manchester United sunnudag kl 14:00
Jafntefli í fjörugum fótboltaleik

Chelsea 3-1 Tottenham sunnudag kl 16:30
Mínir men klára spurs í hörku leik og fara á toppinn í leiðinni. Werner með sýningu.

Arsenal 1-0 Wolverhampton sunnudag kl 19:15
Arteta kemst loksins á sigurbraut með Arsenal þar sem Auba skorar loksins fyrir Arsenal.

Leicester City 3-0 Fulham mánudag kl 17:30
Þæginlegur heimasigur hjá Leieceter.

West Ham United 2-1 Aston Villa mánudag kl 20:00
Heimasigur hjá David Moyes og félögum.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

 

Við elskum ykkur öll og vitum það að þið elskið hamborgarna okkar. Til að koma á móts við þá sem vilja gera vel við sig með borgurunum okkar og bestu frönskum í heiminum…. þá bjóðum við nú ALLA nautaborgara af matseðlinum okkar á 30% afslætti í take away !!! Hringdu inn pöntun eða kíktu við þegar þú átt erindi í Smáralind og við smellum borgurum í take away kassa og poka og þú ert „good to go“ og borðar þetta grímulaust heima 🙂
Pantaðu í síma 558 5500

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<